Andvari - 01.01.1990, Side 116
114
ANDRÉS BJÖRNSSON
ANDVARI
Streingur þagnar stamur, fyrir laungu
stirðnuð eru minnar hörpu hljóð,
hart þótt knúin hún mér svarar aungu,
hvergifinn eg lag við nýjan óð.
Hana, sem að streinginn stilti, brestur,
stjarna kvœða minna er hnigin vestur.
Meðan brjóst mitt ást og æska fyltu
aldrei bragarskortur þá mér varð,
kólgur heimsins kvæða blómi spiltu,
karlinn gamli drepur nú í skarð,
því er bezt að láta þar við sverfa,
þegar ellin býðurfrá að hverfa.
Hörkurnar, sem koma, haustið boða,
himinn lífs er dökkum skýjum þakinn,
vonarmáni veður gegnum hroða,
vindi köldum minn er þanki hrakinn;
en í gegnum mistrið morgunroða
munarheims eg enn þáfæ að skoða.
Örugt skal eg mínum beita báti
bárur mótgangs þó að hróið keyri,
elli þungrar einginn má við máti,
markaðir erum allir dauðans geiri,
enn þótt öldur heimsins illa láti
undirstrauminn betra lífs eg heyri.
Þetta kvæði hefur nokkra sérstððu þar sem það er óvenju nátengt tilfinn-
ingalífi skáldsins á líðandi stund. Það hefur ekki heldur verið Grími útbært,
því að ekki er það að finna í ljóðmælum hans 1880 né 1895, sem hann gekk
frá sjálfur. Það birtist fyrst að honum látnum í útgáfu gamalla og nýrra ljóða
hans 1906 (bls.54). Eins og fyrirsögnin ber með sér er kvæðið nákvæmlega
dagsett á 42 ára afmæli Gríms og jafn augljóst er að honum er þungt í skapi
þegar hann yrkir það, hverjar sem ástæðurnar kunna að vera, og það stingur
mjög í stúf við karlmennskuandann í kvæðum sem hann yrkir næstu árin.
Samt er eins og bjarmi af degi í síðustu ljóðlínum kvæðisins.
En þessar þunglyndishugleiðingar hefur Grímur ekki aðeins tjáð í ljóði
sínu. Þeim bregður fyrir á óvæntum stað á svipuðum tíma og hann orti kvæð-
ið, í bréfi sem Torben Bille sendiherra Dana í London skrifar Grími 24. maí
1862, níu dögum eftir umrætt afmæli hans. Þeir Grímur voru vinir, og hafði