Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1990, Blaðsíða 116

Andvari - 01.01.1990, Blaðsíða 116
114 ANDRÉS BJÖRNSSON ANDVARI Streingur þagnar stamur, fyrir laungu stirðnuð eru minnar hörpu hljóð, hart þótt knúin hún mér svarar aungu, hvergifinn eg lag við nýjan óð. Hana, sem að streinginn stilti, brestur, stjarna kvœða minna er hnigin vestur. Meðan brjóst mitt ást og æska fyltu aldrei bragarskortur þá mér varð, kólgur heimsins kvæða blómi spiltu, karlinn gamli drepur nú í skarð, því er bezt að láta þar við sverfa, þegar ellin býðurfrá að hverfa. Hörkurnar, sem koma, haustið boða, himinn lífs er dökkum skýjum þakinn, vonarmáni veður gegnum hroða, vindi köldum minn er þanki hrakinn; en í gegnum mistrið morgunroða munarheims eg enn þáfæ að skoða. Örugt skal eg mínum beita báti bárur mótgangs þó að hróið keyri, elli þungrar einginn má við máti, markaðir erum allir dauðans geiri, enn þótt öldur heimsins illa láti undirstrauminn betra lífs eg heyri. Þetta kvæði hefur nokkra sérstððu þar sem það er óvenju nátengt tilfinn- ingalífi skáldsins á líðandi stund. Það hefur ekki heldur verið Grími útbært, því að ekki er það að finna í ljóðmælum hans 1880 né 1895, sem hann gekk frá sjálfur. Það birtist fyrst að honum látnum í útgáfu gamalla og nýrra ljóða hans 1906 (bls.54). Eins og fyrirsögnin ber með sér er kvæðið nákvæmlega dagsett á 42 ára afmæli Gríms og jafn augljóst er að honum er þungt í skapi þegar hann yrkir það, hverjar sem ástæðurnar kunna að vera, og það stingur mjög í stúf við karlmennskuandann í kvæðum sem hann yrkir næstu árin. Samt er eins og bjarmi af degi í síðustu ljóðlínum kvæðisins. En þessar þunglyndishugleiðingar hefur Grímur ekki aðeins tjáð í ljóði sínu. Þeim bregður fyrir á óvæntum stað á svipuðum tíma og hann orti kvæð- ið, í bréfi sem Torben Bille sendiherra Dana í London skrifar Grími 24. maí 1862, níu dögum eftir umrætt afmæli hans. Þeir Grímur voru vinir, og hafði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.