Andvari - 01.01.1990, Side 117
andvari
SKAPFERLI GRÍMS THOMSENS
115
Grímur stutt Bille í sendiherrastöðuna á skömmum stjórnartíma Blixens-
Finecke (1859-60).
Bréf Bille var geymt í skjalasafni C. C. Halls sem lokað var í heila öld, þótt
það sé að mestu einkabréf til Gríms og til hans stílað:
„Kæri Grímur Thomsen.
Þökk fyrir síðustu vinsemdarlínur frá yður, en svei bullinu., þunglyndis-
hugleiðingum yðar um lífið, elli, einsemd og því um líku. Þar sem van Dock-
um (fyrrverandi sendiherra) hefur skriflega beðið mig að halda íbúðinni
fram í miðjan júlí, ætla eg nú að stinga upp á að þér komið og búið hjá mér
frá 7. júní til miðs júlí, þegar eg get búist við van Dockum. Takið nú ákvörð-
un og verið þægur.“
Grímur Thomsen var allajafna ferðafús maður, og er ekki ósennilegt að
honum hafi þótt boð sendiherrans freistandi. Slíkar ferðir hefur hann þó
varla tekist á hendur án samþykkis utanríkisráðherrans, yfirmanns síns.
Ekki verður séð hvort Grímur tók heimboði Torbens Bille, en síðari hluta
sumars 1862 er hann staddur á íslandi með G. W. Dasent ritstjóra Times og
Njáluþýðanda annað sumarið í röð, og er ekki ósennilegt að þeir hafi sam-
mælst í London.
Ekki ber á að þunglyndi hafi þrúgað Grím frekar á þessu ári, og með sér
utan hafði hann hestinn Sóta sem átti eftir að stytta honum stundir árin sem
hann dvaldist á danskri grund - og miklu lengur.
Grímur minnist á Sóta í bréfum til séra Ásmundar mágs síns í Odda, með-
al annars í eftirfarandi línum sumarið 1864:
„Mér líður við það gamla. Alltaf frískur og enda brattari en nokkurntíma
áður, sem eg á Sóta að þakka ... .“
Eins og nærri má geta var margt talað og skrifað um Grím Thomsen er-
lendis og eftir heimkomu hans til íslands. Margir urðu líka til að minnast
hans látins.
Tveir nafntogaðir skáldbræður Gríms hafa getið hans í endurminningum
sínum - þeir Benedikt Gröndal í Dœgradvöl og Matthías Jochumsson í
Söguköflum af sjálfum mér. Þessi þrjú skáld höfðu átt sitthvað saman að
sælda um dagana. Grímur var þeirra elstur, en þeir Gröndal ólust upp í æsku
á Bessastöðum, kynntust þar og síðar erlendis og hittust loks enn á ný heima
í íslandi á efri árum. „Fluggáfaður var Grímur,“ segir Gröndal, og hér og
hvar í Dægradvöl getur hann Gríms, heimilis hans og foreldra á Bessastöð-
um. Fátt mun hafa verið með þeim Grími í Danmörku. Sjást þess merki í
bréfum sem gengu milli Brynjólfs Péturssonar og Gríms er hinn síðarnefndi
dvaldist í Englandi 1847; hélt Brynjólfur með Gröndal, en Grímur maldaði
heldur í móinn og kvað sér ekki geðjast „hökulausir menn“. Benedikt þoldi
Grími illa íhaldssemi hans og þjónustulund við dönsku stjórnina. Samt ber