Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1990, Page 117

Andvari - 01.01.1990, Page 117
andvari SKAPFERLI GRÍMS THOMSENS 115 Grímur stutt Bille í sendiherrastöðuna á skömmum stjórnartíma Blixens- Finecke (1859-60). Bréf Bille var geymt í skjalasafni C. C. Halls sem lokað var í heila öld, þótt það sé að mestu einkabréf til Gríms og til hans stílað: „Kæri Grímur Thomsen. Þökk fyrir síðustu vinsemdarlínur frá yður, en svei bullinu., þunglyndis- hugleiðingum yðar um lífið, elli, einsemd og því um líku. Þar sem van Dock- um (fyrrverandi sendiherra) hefur skriflega beðið mig að halda íbúðinni fram í miðjan júlí, ætla eg nú að stinga upp á að þér komið og búið hjá mér frá 7. júní til miðs júlí, þegar eg get búist við van Dockum. Takið nú ákvörð- un og verið þægur.“ Grímur Thomsen var allajafna ferðafús maður, og er ekki ósennilegt að honum hafi þótt boð sendiherrans freistandi. Slíkar ferðir hefur hann þó varla tekist á hendur án samþykkis utanríkisráðherrans, yfirmanns síns. Ekki verður séð hvort Grímur tók heimboði Torbens Bille, en síðari hluta sumars 1862 er hann staddur á íslandi með G. W. Dasent ritstjóra Times og Njáluþýðanda annað sumarið í röð, og er ekki ósennilegt að þeir hafi sam- mælst í London. Ekki ber á að þunglyndi hafi þrúgað Grím frekar á þessu ári, og með sér utan hafði hann hestinn Sóta sem átti eftir að stytta honum stundir árin sem hann dvaldist á danskri grund - og miklu lengur. Grímur minnist á Sóta í bréfum til séra Ásmundar mágs síns í Odda, með- al annars í eftirfarandi línum sumarið 1864: „Mér líður við það gamla. Alltaf frískur og enda brattari en nokkurntíma áður, sem eg á Sóta að þakka ... .“ Eins og nærri má geta var margt talað og skrifað um Grím Thomsen er- lendis og eftir heimkomu hans til íslands. Margir urðu líka til að minnast hans látins. Tveir nafntogaðir skáldbræður Gríms hafa getið hans í endurminningum sínum - þeir Benedikt Gröndal í Dœgradvöl og Matthías Jochumsson í Söguköflum af sjálfum mér. Þessi þrjú skáld höfðu átt sitthvað saman að sælda um dagana. Grímur var þeirra elstur, en þeir Gröndal ólust upp í æsku á Bessastöðum, kynntust þar og síðar erlendis og hittust loks enn á ný heima í íslandi á efri árum. „Fluggáfaður var Grímur,“ segir Gröndal, og hér og hvar í Dægradvöl getur hann Gríms, heimilis hans og foreldra á Bessastöð- um. Fátt mun hafa verið með þeim Grími í Danmörku. Sjást þess merki í bréfum sem gengu milli Brynjólfs Péturssonar og Gríms er hinn síðarnefndi dvaldist í Englandi 1847; hélt Brynjólfur með Gröndal, en Grímur maldaði heldur í móinn og kvað sér ekki geðjast „hökulausir menn“. Benedikt þoldi Grími illa íhaldssemi hans og þjónustulund við dönsku stjórnina. Samt ber
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.