Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1990, Qupperneq 118

Andvari - 01.01.1990, Qupperneq 118
116 ANDRÉS BJÖRNSSON ANDVARI hann Grími ekki illa söguna þegar öllu er á botninn hvolft. Þakkar hann hon- um meðal annars að hann hafi einn allra þingmanna stutt umsókn sína til alþingis um skáldfé, og í bókarlok segir Gröndal frá ferðum sínum á Álfta- nes, er þeir Grímur voru rosknir menn: „í þessum ferðum kom ég stundum að Bessastöðum til Gríms Thomsens, samdi okkur þá vel, þó við stundum áður hefðum verið „upp á kant“ sem hefur verið mér að kenna að nokkru leyti, því bæði hætti mér til að stríða Grími, og svo voru skoðanir okkar og skaplyndi mjög svo ólíkt, en Grímur mislyndur og misyndismaður, eins og hann sagði um sjálfan sig. Grímur tók mér ætíð vel, enda var hann hinn gestrisnasti heim að sækja.“ Matthías Jochumsson og Grímur Thomsen kynntust einkum á vígvelli blaðamennskunnar, þegar Matthías stýrði Pjóðólfi, en Grímur ísafold í fjar- veru Björns Jónssonar. Ritar Matthías merkilega skapgerðarlýsingu af Grími í æviminningum sínum: „Grímur var eins og aðrir mikilsháttar menn, barn síns tíma, ættar og um- hverfis. Fáir voru honum fremri á hans tíma að skarpleik og mælsku eða alls- herjar fróðleik, og að mörgu leyti var hann merkismaður þótt stirður þætti í lund og jafnvel fornlegur og heldur á eftir tímanum; en það var fyrir þá sök að hann lifði öll sín bestu ár erlendis og kom út roskinn að aldri; þóttist því að líkindum upp úr því vaxinn að verða öðrum samferða, og hugði að sumt hið eldra væri betra en oss sýndist, og kom það jafnvel fram í kveðskaparlagi hans. All-góðir kunnleikar milli mín og Gríms tókust þó að lokum, sagði eg eitt- hvert sinn í Pjóðólfi, að hann væri líkur misendishesti, sem væri meinslægur, en góður er komið væri á bak. Skömmu seinna kom karl inn til mín úr þing- veizlu og var hreifur vel. Ég tók honum vel, enda var hann nýr gestur. Þá segir hann: „Þér kallið mig líkan meinslægri meri, viljið þér standa við það?“ „Já,“ segi ég, „eða því gleymið þér rúsínunni sem fylgdi?“ „Jú, að ég sé góð- ur þegar komið sé á bak.“ Svo hló Grímur og bað mig styðja sig upp stíginn til Jóns Péturssonar. Grímur var þá haltur af fótarverk. Á leiðinni kvaðst hann játa, að hann hafi verið misendismaður og einatt grályndur nokkuð og væri það ætterni. Ég sagði honum að Þóra Melsteð, frændkona hans, segði jafnan hann væri drjúgum skárri maður en orð færi af. „Blessuð Þóra,“ sagði Grímur, „hafi hún þökk fyrir, og það má vel vera að svo sé sem hún segir.“ Gröndal og Matthías fara furðu líkt með játningu Gríms um skapferli sitt og verður tæpast efað að hún sé nokkurn veginn rétt eftir honum höfð. Þarna virðist Grímur reyndar hafa verið óþarflega dómharður um sjálfan sig eftir þeim skilningi sem nú er almennt lagður í orðin misindismaður og grályndur; má þó vera að neikvæð merking þeirra hafi skerpst frá því þau voru sögð. Matthías bætir við að Grímur hafi sagt þessi einkenni fylgja ætt sinni. Ýmsir frændur Ingibjargar á Bessastöðum, móður Gríms Thomsens,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.