Andvari - 01.01.1990, Síða 119
andvari
SKAPFERLI GRÍMS THOMSENS
117
þóttu miklir málafylgjumenn, vel gefnir og harðskeyttir í sókn og vörn. Al-
ræmdastur þeirra hefur víst orðið Porvaldur Jónsson, lengi bóndi á
Gauksmýri í Húnavatnsþingi, auknefndur Beina-Þorvaldur. Voru þau
bræðrabörn Þorvaldur og systkinin Ingibjörg og Grímur amtmaður og feður
þeirra nafnar, synir Gríms lögsagnara á Giljá.
Þorvaldur lenti í langvarandi málavastri 1802. Var hann borinn sökum um
líkrán, jafnvel að hafa banað skipreika manni. Hann varðist vel, en virðist
hafa verið skapbrestamaður og ruddamenni sem almenningi stóð stuggur af
og almannarómur sýslunga hans var eftir því. Sannanir fundust þó ekki fyrir
sekt hans sem nægðu til dómsáfellingar. Var hann að lokum dæmdur eftir
líkum til þyngstu refsingar. Dóminum var að lokum skotið til hæstaréttar í
Danmörku, og lauk nærfellt tveggja áratuga stríði hans með vægum dómi, 10
vandarhögga refsingu.
Þorvaldi er svo lýst að hann hafi á yngri árum verið „bráðlyndur og hrotta-
fenginn“, en seinna á ævi „skuggalegur, svartskeggjaður, skoteygður með
hatt sinn slútandi niður í augu.“ Svipuð lýsing er af Jóni garðyrkjumanni,
föður hans, á æskuárum.
Sagt var, að Grímur Jónsson, móðurbróðir Gríms Thomsens, hefði fengið
dóm frænda síns mildaðan. Víst er að Þorvaldur leitaði ásjár hans í nauðum
sínum. í bréfi til Gríms bróður síns 1820 segir Ingibjörg á Bessastöðum:
„...já, það er satt, þú segir í bréfi þínu að Þorvaldur Jónsson að norðan
hafi beðið þig um liðsinni, en manstu ekki hvað húsfrú Pílatí sagði um árið, -
haf þú ekkert að gjöra með þann réttláta -, en eg segi, - haf þú ekkert að
gjöra með þann rangláta, eg held hann meðtaki, hvað hans gjörðir eru verð-
ar. -Ekki gæti eg skrifað undir það að föðurætt vor sé svo slæm, þó þar í séu
fáir líkar föður vors, og munu fáir líkar hans í dyggðum og ráðvendni þó í
fleiri ættir sé skoðað, en það veit eg, að móðurbróðir hans (Einar Jónsson
Hólaráðsmaður í Viðvík) sem hann ólst upp hjá, deyði við líkan orðstír sem
faðir vor, eins afi vor (Grímur á Giljá), sem þú heitir eftir, var sérlega góður
maður. Hann lifði blindur í tuttugu ár. Amma vor var mikil gáfukona
(Málmfríður Jónsdóttir) og systur hennar allar kvenskörungar og fríðar
sýnum. En börn ömmu vorrar hafa sum mikið útartað og barnabörn ekki
minna. Hér í skólanum hef eg rekið mig á nokkra, þó ekki fáa, skólapilta,
alla náskylda föðurafa vorum. - “
Ingibjörg fylgir hér almenningsálitinu á Þorvaldi frænda þeirra og varar
bróður sinn sterklega við að veita honum stuðning, en henni er hins vegar
mikið í mun að halda á lofti heiðri ættar þeirra. Þó að þessi leiðindamál gerð-
ust fyrir minni Gríms Thomsens, er ekki að efa að honum hafa verið þau
kunnug, og þau hafa gevmst en ekki gleymst hjá fjölskyldu hans. Sjálfur var
Grímur á yngri árum uppstökkur og harðskeyttur eins og dæmin sanna.
Gröndal segir svo frá að Grímur hafi gengið fram fyrir skjöldu í viðskiptum