Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1990, Side 128

Andvari - 01.01.1990, Side 128
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON Á slóðum listaskáldsins Um nýja útgáfu af ritverkum Jónasar Hallgrímssonar Merkur maður lét einhverju sinni svo um mælt að hver kynslóð í landinu þyrfti að eiga völ á að eignast íslendingasögur og aðrar fornbókmenntir vor- ar í handhægum og vönduðum útgáfum. Á tímum markaðshyggju og sölu- mennsku hefir sú raun á orðið að íslenskar fornbókmenntir hafa reynst trygg söluvara hvað sem líður breyttum bókmenntasmekk og ofgnótt margvíslegs afþreyingarefnis sem gerir lágar listrænar kröfur til notenda. Jafnframt hafa aðrar bókmenntagreinir horfið í skuggann og rykfallið og má þar nefna þá bókmenntagrein sem lengst hélt velli lítið breytt um aldir. Nú eru rímurnar orðnar viðfangsefni fárra útvaldra, öfugt við það sem áður var. Eitt sinn voru þær ljós í lágu hreysi og langra kvelda jólaeldur. Jónas Hallgrímsson var einn þeirra sem veltu þeim úr valdastóli. Einnig eru til þau bókmenntaverk sem halda velli hvernig sem hjól tímans snýst og gildismat andlegra verðmæta breytist. í þeim lifir sá vestueldur sem kulnar ekki né slokknar þó að blási úr ýmsum áttum. Þessi verk hafa verið kölluð sígild vegna þess að þau eiga erindi við lesandann með einum eða öðrum hætti, hvernig sem allt veltist. Ritverk Jónasar Hallgrímssonar bera í sér þetta líf. Fram til þessa dags hafa nýjar útgáfur selst og orðið almennings- eign og ekki verður séð að þar verði breyting á. Sú var þó tíðin að ekki reynd- ist auðsótt að koma kvæðum hans á prent og upplaginu í verð. Mikill hluti fyrstu útgáfu eyðilagðist í eldi, og sannaðist þar það sem Rómverjar hinir fornu sögðu að bækurnar ættu sín örlög. Þegar útgáfusaga rita Jónasar Hall- grímssonar er könnuð sannast áþreifanlega að hér var ekki út í bláinn mælt. Það átti við um fyrstu útgáfu ljóðmæla Jónasar og á enn við um þá nýjustu: Ritverk Jónasar HaUgrímssonar I - IV. - Þau komu út á árinu 1989. Útgáfu- félagið Svart á hvítu stóð að útgáfunni í upphafi, en hún var til lykta leidd í Prentsmiðjunni Odda hf. Þessi nýja útgáfa er í fjórum bindum sem skiptast þannig: Ljóð og lausa- mál, Bréf og dagbækur, Náttúran og landið og Skýringar og skrár. Ritsafnið er hið mesta augnayndi að ytra frágangi. Það er prentað á góðan pappír og letur og öll uppsetning unnin af vandvirkni og smekkvísi. Þeir sem hafa unun
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.