Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1990, Side 130

Andvari - 01.01.1990, Side 130
128 AÐALGEIR KRISTJÁNSSON ANDVARI hið nýja og ferska sem einkennir skáldskap hans og tungutak. Að því leyti skilja útgefendur við hann í lausu lofti. Mikill hluti ljóðagerðar Jónasar er háður stund og stað og helgaður ákveðnum baráttumálum. Sagan er því ekki nema hálfsögð þegar lesandinn veit ekkert um þau rök sem lágu til þess að tiltekin kvæði voru ort. Enginn skyldi taka orð mín svo að tækifæriskvæði Jónasar þurfi á slíkri skírskotun og útskýringum að halda til að njóta sín. Það er e. t. v. það merkilega við tækifæriskvæði Jónasar Hallgrímssonar, sem mörg hver eru meðal hins besta sem hann orti, að þau geta staðið ein og óstudd og þurfa engra skýringa við til að njóta sín. Engu að síður er forvitni- legt að þekkja allar aðstæður og vita nákvæmlega hvað til bar að undrið gerðist og hvernig tiltekið kvæði varð til. Hér bætir nokkuð úr skák að útgefendur hafa gert skýringar við hvert kvæði fyrir sig þar sem getið er helstu staðreynda sem kunnar eru, svo sem þess hvenær tiltekið kvæði er ort, hvar það er varðveitt og hvar það birtist ef það hafði verið prentað áður en fyrsta útgáfa ljóðanna kom út. Að auki fylgja myndir af mörgum þeirra í handriti eða frumprentun. Til viðbótar eru einstök orð skýrð svo að sá sem ekki kann móðurmál sitt allt of vel, geti skilið mál skáldsins. Stundum er vikið að bragarhætti sem er góðra gjalda vert. í þessari útgáfu er þess gætt betur en áður að prenta ekki frávik frá texta skáldsins nema telja megi fullvíst að það hafi sjálft þar um vélt, en heldur þykir mér það hvumleitt að álftirnar í Álfareiðinni skuli nú allt í einu taka 90 gráða sveigju til austurs, eftir að hafa flogið suður heiði í hálfa aðra öld. Þetta fylgir því að hvika hvergi frá kröfum vísendanna. Breytingin helgast af því að í frumprentuninni í Fjölni 1843 stendur í fjórðu línu annars erindis: „fljúga austur heíði með fjaðraþit og saung.“ Hætt er við að einhverjir hrökkvi við að sjá textann svona útlítandi. Þeim, sem ekki trúa nema að sjá, skal bent á mynd af frumprentuninni. (Sjá Ritverk I, bls. 169). Brynjólfur og Konráð réttlættu breytingar frá fyrri prenttexta í útgáfunni 1847 með þeim orðum að þeim hafi verið kunnugt um að Jónas vildi lagfæra umgetin atriði í kvæðum sínum. Þannig að þeir hafi ekki gert annað en fara að vilja hans. Ætla má að Konráð hefði unað því illa ef honum er ætlað að hafa breytt kvæðunum í samræmi við eigin smekk og málstefnu og haft að yfirvarpi að Jónas hafi gert breytingarnar eða staðfest þær áður en hann féll frá, en í reynd í samræmi við eigin hugmyndir um ljóðsmekk Jónasar. Eg á svolítið erfitt með að ætla Konráði þetta. Hann bar mikla lotningu fyrir Jónasi og ljóðlist hans alla tíð. Til að halda þessu fram, þyrftu menn að geta bent á leiðréttingu eða lagfæringu með hendi Konráðs í kvæðahandritum Jónasar. Mér vitanlega sjást þess engin merki. Fundabók Fjölnisfélagsins greinir frá umræðum um lagfæringar á efni því sem prenta átti í Fjölni. Sú umræða er allrar athygli verð og má sérstaklega benda á skoðanaskipti á
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.