Andvari - 01.01.1990, Qupperneq 133
andvari
A SLÓÐUM LISTASKÁLDSINS
131
Eitt af því sem prýðir þessa útgáfu er eins konar æviannáll Jónasar sem
útgefendur kalla „Æviskrá“. Henni fylgja „Ýmis gögn“ sem varða ævi
skáldsins, flest áður ókunn. Þá eru „Ummæli nokkurra samferðamanna“
dregin saman á einn stað, nema tveir svartir sauðir skildir eftir og hafðir á
öðrum stað. (Sjá Ritverk IV, 477-78).
Mig langar til að bæta hér við tvennum ummælum sem er að finna í bréfa-
safni Brynjólfs Péturssonar. Þau fyrri eru í bréfi frá Þórði Jónassyni 9. ágúst
1845 og á þessa leið: „Síðan eg fékk bréf frá þér, er Jónas dáinn. Hann
skrifaði mér fáum dögum áður og gjörði ráð fyrir störfum, sem lífið ekki
entist til að ljúka af. Þar missti ísland einn af sínum gáfuðustu ungu mönnum
og sitt núverandi besta skáld.“ Síðari ummælin eru í bréfi dagsettu 30. janúar
1846 frá Benedikt Vigfússyni prófasti á Hólum og hljóða svo: „Víst hnykkti
mér við, þá eg frétti voveiflegt fráfall náttúrufræðings Jónasar Hallgrímsson-
ar, og fyrir mitt leyti, sá eg hönum, sem landsmanni á bak, með töluverðum
söknuði, því mér virtist, fyrir þá litlu viðkynningu, sem eg hafði af hönum,
að hann væri eðlilegur íslendingur.“
Þá eru birt þrenn eftirmæli sem ort voru eftir Jónas og tveggja höfunda
getið. Hins vegar tóku útgefendur þá hyggilegu afstöðu að feðra ekki þriðja
kvæðið, heldur eigna það Fjölnismönnum sem er áþekk lausn og þegar BSA
var látin gagnast við barni sem kom undir í áningarstað bifreiða stöðvarinn-
ar.
Annað sem þessi útgáfa hefir fram yfir hinar fyrri er þýðingar á bréfum
og ritgerðum á dönsku frá hendi Jónasar. Þegar hann á í hlut gerir lesandinn
ösjálfrátt ýtrustu kröfur um málfar. Vandinn er enn meiri sakir þess að oftar
en ekki er um sérhæft efni að ræða þar sem gæta verður að tvennu í einu - að
raska ekki merkingu og afmá öll merki þeirrar áreynslu sem vandasöm
þýðing vill skilja eftir. Það er höfuðprýði þessara þýðinga hvað frásögnin
virðist átakalaus líkt og höfundur væri gestkomandi og greindi viðmælend-
um sínum frá því sem hann var að fást við. Ekki verður samt sagt að
þýðendur hafi beinlínis stælt orðfæri Jónasar, og er það góðu heilli því að
allar eftirhermur eru dæmdar til að mistakast. Samt er eins og hér sé mælt á
máli samtíðar Jónasar eins og það var látlausast og hreinast. Fyrir þetta
verða ritgerðir hans oft á tíðum hreinn skemmtilestur.
Áður hefir verið vikið nokkuð að skýringum einstakra orða og á það við
danskan jafnt og íslenskan texta. Eg verð að játa að það kom mér á óvart að
þörf væri að útskýra orðfærið á ljóðum Jónasar, en útgefendur hafa augljós-
lega staðið frammi fyrir þeirri staðreynd að á því væri full þörf. Því ber að líta
a orðskýringarnar sem hjálpargögn til að skilja skáldið betur og auðvelda
lesandanum fulla fegurð að skoða. Jónas hefir hingað til fengið orð fyrir að
vera auðskilinn og það er eitt af mörgu sem skilur á milli hans og samtíma-