Andvari - 01.01.1990, Qupperneq 136
134
DAVÍÐ ERLINGSSON
ANDVARI
Hrós á því skilið sá sem segir:
„Ég hefekki œvinlega kjark til að hugsa um morgundaginn",
vegsömum grandvarleik og vizku þess manns!
En engu að síður:
engu að síður kann hann að ganga ótrauður út í morguninn
eftir þvílíka nótt.
Og sá sem hefur skilið sjálfan sig endanlega: „ég vil ekki lifa“,
eða boriðfram innstu ósk sína: „ég vildi ég hefði aldrei fœðzt“ -
ekki er einusinni víst að hann hefði í fullu tré við bjartsýnina.
[Pótt það afl, bjartsýnin, sem rekur mennina áfram að verkum þeirra við
að reyna að bæta veröldina (sbr. næsta ljóð, framhald þessa) sé ekki annað
en blindingjaglöp og sjálfsblekking og leiði þá til niðurlægingar í ótíðindun-
um miklu, þá leiðir dæmaþátturinn á eftir (ekki tekinn með hér) okkur til
skynjunar á mætti þess: Styrkur bjartsýninnar er mikill, þótt blekking sé. í
rauninni er þetta lotningaróður til hennar, trúarljóð trúleysingja. Um það
gildir einu, þótt hún sé skilgreind í framhaldinu á þessa leið:]
Pví að bjartsýnin er ávani, óvani, veiklun, freisting,
stríðir á móti skynseminni, lífeðlisfræðinni, sögunni,
og er framleidd nú á tímum eins og hver annar iðnvarningur
með bandarískri fjármögnun.
[Með þeirri skilgreiningu kemur fram brotalöm. Hún er fólgin í því, að
lýsingin á undan á ofurmætti bjartsýninnar gefur lesanda að skilja, að með
bjartsýni sé í rauninni átt við eitthvað afar mikið og máttugt, ef til vill lífsaflið
sjálft (sem ekki verður séð að sé reist á rökum), en hér kemur nú önnur túlk-
un á því hinu sama afli: að það sé óvani, ávani, veiklun, freisting. Engin af
þeim skilgreiningum getur komið heim við það stóra og mikilmáttuga, sem
skáldið gerir sér svo vel grein fyrir á undan. En til áréttingar þessari
(óvæntu) túlkun sinni kemur skáldið nú með íróníska mynd]:
Ó hve himinninn er blár, ó hve hafið er bjart
og augu okkar og íbúðin okkar tandurhrein
og lífið með pabba og mömmu sífellt fegurra og betra.
[gljámynd af hinu barnalega, yfirborðslega, ef til vill þeim sunnudaga-
skólalega hamingjusvip sem lýsir af fólkinu sem syngur fögnuð sinn í banda-
rískri kókakólaauglýsingu til íslendinga í sjónvarpi, svo að handhægt dæmi
sé gripið. En, spyr skáldið]: