Andvari - 01.01.1990, Side 138
136
DAVÍÐ ERLINGSSON
ANDVARI
Maburinn í vanda mótsagnar andspænis afli lífsins í óskiljanlegum óhjá-
kvœmileika þess.
Maðurinn skýtur sér á vissan hátt undan vandanum. Pað undanskot um-
myndast úr skynjuðum eða ef til vill dulskynjuðum veruleika í mótsögnina í
textanum, en hún er gagnsæ.
í þessa mynd yrkir ljóðið sig og lifir í henni eins og lífsaflið sjálft, hvort
sem hún hefur verið miðlanda ljóðsins vitað ætlunarverk eða óvitað.
Texti Sigfúsar Daðasonar birtist í Útlínur bakvið minnið, Reykjavík 1987, bls. 22-24. Skylt er
að benda lesanda á tilvitnunina í Þúkýdídes um vonina, sem prentuð er yfir kvæðinu.
Velferðarbasl og vallgangur
Hugleiðing um vanda heimsumbótamanna
Það er mikilvægur þáttur í ræktunarstarfi móðurmálsins að gefa gaum að
þýðingum úr erlendum tungum og einnig að aðferðum annarra í gagnrýni og
almennri málefnaumræðu.
Nýlega birtist í ensku blaði bókafregn um fjórar bækur í einu, sem allar
eru málefnabækur eða umræðubækur um mikilsverð mál, en flytja ekki
skáldskap nema af því tagi sem engin bók getur án verið'. Má vera að mörg-
um þyki gagnlegt að vita af þeim, en hér er þó að þeim vikið miklu fremur til
þess að vekja athygli á bókaumsögninni sjálfri og hvernig hún er gerð. Það
væri bezt að lesandi þessara orða læsi líka enska textann, og því er hann
hafður hér á næstu síðu. En vegna móðurmálsins og líka þess að þýðing leiðir
til rýninnar hugsunar bæði um texta sem slíkan og inntak hans, og ennfremur
vegna þess að það er ákaflega hollt ritböslurum að hugsa um vanda þess að
bera hugsun sína eða annarra fram fyrir lesendur - og taka með því þátt í að
skapa heiminn sem við hrærumst í -, þá verður reynt að snara greininni hér.
Bækurnar eru:
Kowtow! eftir William Shawcross (út komin hjá Chatto Counter Blasts og
kostar tæp þrjú sterlingspund).
Dirty Water eftir Judith Cook (Unwin, tæp 5 pund).
Manufacturing Consent: The Political Economy ofthe Mass Media eftir Ed-
ward S. Herman og Noam Chomsky (Pantheon New York, tæpir 15 dollar-
ar).
1