Andvari - 01.01.1990, Qupperneq 140
138
DAVÍÐ ERLINGSSON
ANDVARl
How to Shit in the Woods: an Environmentally Sound Approach to a LostArt
eftir Kathleen Meyer (Ten Speed Press, í Bretlandi Airlift Book Company,
tæp 5 pund).
Nefna má til skýringar titlunum, að kowtow er djúp hneiging að hætti
sumra Austurlandaþjóða (afleidd merking: að vera eða hegða sér eins og
lúffari); óhreint vatn skilur víst hver maður á ensku; það að búa til samþykki
almennings við sér og sinni pólitík er óhjákvæmilegt fyrir fjölmiðla á frjáls-
unr markaði, má m.a. ráða af þriðja titlinum; um það í „grænum skógi að“
skíta er síðastnefnda bókin og lofar að koma með hverfisfræðilega heilnæma
aðferð til að ástunda þessa horfnu list.
Hvernig fer nú ritfregnarhöfundurinn að því að gera í samfelldum texta
grein fyrir þessum bókum, hverri úr sinni áttinni og hverri um sitt sérstaka
efni? Þannig:
Tveir sálfræðingar eru saman í lyftu. Annar þeirra er rólegur, hinn í upp-
námi. Sá órólegi segir: „Hvernig getur þér liðið svona augljóslega vel, eftir
alla harmana sem sjúklingarnir hella yfir okkur?“ Sá fyrrnefndi svarar,
undrandi: „Hver hlustar á það?“
Pátttakendum í almennri umræðu fellur þessi brandari ekki vel í geð.
Greinilega og með einföldum orðum segir William Shawcross okkur á
aðeins 57 síðum af nokkuð stóru letri, hversvegna Bretland ætti að taka við
flóttafólki frá Hong Kong eftir að Kínverjar taka þar stjórn, ef þörf gerist.
Það kæmi sér vel fyrir borgarana frá Hong Kong, og það væri ósamkvæmni
hjá Thatcher að gera það ekki, því að hún hefur sagt, um Falklendinga, að
þjóð ætti að fá að velja sér stjórn sína, og að við ættum ekki að láta undan
harðstjórnum.
Enda þótt ég láti mér þetta segjast, mun ríkisstjórn Thatchers sennilega
ekki ljá því eyra, og ekki flestir Bretar heldur. Hvar stendur það skrifað að
Thatcher eigi að vera sjálfri sér samkvæm? Hún viðhafði stóru, altæku orðin
um Falklandseyjar, en hún átti þó í rauninni bara við þetta: Argíarnir
(Argentína) skulu ekki vefja hvítum Bretum um fingur sér.
Vandinn hér er einmitt vandi flestra ritlingahöfunda. Þeir vilja höfða til
þess betra í manneðlinu, en það varnar þeim þess um leið að geta bent á
hvílíkir bjánar og beinasnar við erum flest hver og oftast nær. Hinn sérgóði
samfélagsþegn lítur upp og sér drögurnar úr þotu á flugi í fjarska, þar sem
hún hvissast leiðar sinnar með skýrum, hvítum strókunum. Hann gæti jafn-
vel átt það til að segja: „Já, mikil ósköp. Það vantar ekki að röksemdirnar
hans Shawcross eru skarpar og skýrar þarna uppi.“ En það snertir þó ekki,
hvað þeim góða þegni finnst undir niðri, og þess vegna er ekki sennilegt að
það breyti honum. Ekkert af þessu þýðir, að Shawcross ætti að hætta - til
þess er málið of mikilvægt - en það getur valdið vonbrigðum á lífsleiðinni.