Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1990, Page 142

Andvari - 01.01.1990, Page 142
140 DAVÍÐ ERLINGSSON ANDVARI Sá lesandi sem beðið hefur ró og átt forvitni til að lesa þessa stuttu grein til loka mun sjá að hún er athygli verð fyrir ýmissa hluta sakir. Ekki endilega vegna þess að hún sé neitt afbragð að ritsnilld né áhrifamætti málsins. En hún er góð bókafregn, því að hún gefur til kynna í örfáum dráttum tilgang og inntak bókanna (hér verður að skjóta að þeim fyrirvara að ég hef ekki lesið þær). Meira er þó um það vert, að með því að gera samfellda grein fyrir sundurleitum ritum verður blaðamannsverk Bodanis miklu athyglisverðara og merkilegra en fjórar stakar umsagnir mundu hafa orðið saman lagðar, um leið og ein umsögn er vitanlega styttra mál en fjórar. Afurðin er m. ö. o. meiri en summan af pörtum hennar, og það svo að miklu munar. Munurinn er sá, að samfellda bókafregnin krefst þráðar sem tengt geti allar bækurnar saman og verið uppistaðan í greinargerðinni um þær. Bodan- is hefur ekki sótt uppistöðuna í texta-vef sinn til yfirborðsefnis bókanna, til þeirra mála, deilu- eða rannsóknarefna, sem höfundarnir eru að ræða um í þeim. Ljóslega eru bækurnar hver sér um efni, en það er ekki veruleg ástæða til að athuga hvort Bodanis mundi hafa getað fundið samnefnara í því. Nei, hann sækir uppistöðuna í grein sína í djúpið undir bókunum öllum, til sam- eiginlegrar viðleitni höfundanna, til köllunar þeirra til þess að skrifa og gefa út umræðuritin síri, en sú kölhin er vitanlega sjálfur viljinn til þess að breyta veröldinni á betri veg. Þetta er velferðarbasl bæklingahöfundanna. Þeir sem tala og skrifa um bókmenntir ræða oft um speglanir og spegil- myndir, að bókmenntaverk spegli einn veruleika eða annan. Bernskuminn- ingar okkar eru í þessari merkingu að minnsta kosti þríspeglaðar. Fyrst í sjálfri (upp)lifuninni, síðan í frásögn okkar og um leið því sem aðrir, um- hverfið, hefur lagt til hennar, enn síðan í frásögn sem endurtekur (speglar) þá frásögn og það sem þar kom saman, með fágun og einhverju við bættu og frá dregnu. Það sem við minnumst er ekki lengur reynslan sjálf, heldur er það sögusköpuð reynsla í x-ta (við vitum ekki lengur hvaða) lið. Þannig skapar sagan, málið, raunveruleikann, þ.e.a.s. þann raunveruleika sem er ekki annað en hugmynd okkar um hann, en annar raunveruleiki er ekki inn- an seilingar fyrir okkur, yfirleitt. Það þarf sögu til að stofnsetja veruleikann, það samkomulag sem við nefnum því nafni. Öll tökum við þátt í að koma samkomulaginu á, en að vísu misjafnlega mikinn. Þetta er vitanlega undir- staða í öllum mannfélagsmálum og þar með stjórnmálum, pólitík. Markmið allra umræðurita má segja að sé það að koma á fót einhverjum sannleika um raunveruleikann og að reyna að breyta honum til hins betra. Það verður ekki gert nema með því að tala við aðra og stundum tala um fyrir þeim. Þetta hafa menn vitað a.m.k.síðan í fornöld. Þess vegna hefur það líka verið grunnur- inn undir byggingu mælskufræðinnar eða málfærslufræðinnar (retóríkur) mestallar götur síðan þá. Þar með hlýtur það líka að vera í undirstöðum bók-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.