Andvari - 01.01.1990, Qupperneq 142
140
DAVÍÐ ERLINGSSON
ANDVARI
Sá lesandi sem beðið hefur ró og átt forvitni til að lesa þessa stuttu grein til
loka mun sjá að hún er athygli verð fyrir ýmissa hluta sakir. Ekki endilega
vegna þess að hún sé neitt afbragð að ritsnilld né áhrifamætti málsins. En
hún er góð bókafregn, því að hún gefur til kynna í örfáum dráttum tilgang og
inntak bókanna (hér verður að skjóta að þeim fyrirvara að ég hef ekki lesið
þær). Meira er þó um það vert, að með því að gera samfellda grein fyrir
sundurleitum ritum verður blaðamannsverk Bodanis miklu athyglisverðara
og merkilegra en fjórar stakar umsagnir mundu hafa orðið saman lagðar, um
leið og ein umsögn er vitanlega styttra mál en fjórar. Afurðin er m. ö. o.
meiri en summan af pörtum hennar, og það svo að miklu munar.
Munurinn er sá, að samfellda bókafregnin krefst þráðar sem tengt geti
allar bækurnar saman og verið uppistaðan í greinargerðinni um þær. Bodan-
is hefur ekki sótt uppistöðuna í texta-vef sinn til yfirborðsefnis bókanna, til
þeirra mála, deilu- eða rannsóknarefna, sem höfundarnir eru að ræða um í
þeim. Ljóslega eru bækurnar hver sér um efni, en það er ekki veruleg ástæða
til að athuga hvort Bodanis mundi hafa getað fundið samnefnara í því. Nei,
hann sækir uppistöðuna í grein sína í djúpið undir bókunum öllum, til sam-
eiginlegrar viðleitni höfundanna, til köllunar þeirra til þess að skrifa og gefa
út umræðuritin síri, en sú kölhin er vitanlega sjálfur viljinn til þess að breyta
veröldinni á betri veg. Þetta er velferðarbasl bæklingahöfundanna.
Þeir sem tala og skrifa um bókmenntir ræða oft um speglanir og spegil-
myndir, að bókmenntaverk spegli einn veruleika eða annan. Bernskuminn-
ingar okkar eru í þessari merkingu að minnsta kosti þríspeglaðar. Fyrst í
sjálfri (upp)lifuninni, síðan í frásögn okkar og um leið því sem aðrir, um-
hverfið, hefur lagt til hennar, enn síðan í frásögn sem endurtekur (speglar)
þá frásögn og það sem þar kom saman, með fágun og einhverju við bættu og
frá dregnu. Það sem við minnumst er ekki lengur reynslan sjálf, heldur er
það sögusköpuð reynsla í x-ta (við vitum ekki lengur hvaða) lið. Þannig
skapar sagan, málið, raunveruleikann, þ.e.a.s. þann raunveruleika sem er
ekki annað en hugmynd okkar um hann, en annar raunveruleiki er ekki inn-
an seilingar fyrir okkur, yfirleitt. Það þarf sögu til að stofnsetja veruleikann,
það samkomulag sem við nefnum því nafni. Öll tökum við þátt í að koma
samkomulaginu á, en að vísu misjafnlega mikinn. Þetta er vitanlega undir-
staða í öllum mannfélagsmálum og þar með stjórnmálum, pólitík. Markmið
allra umræðurita má segja að sé það að koma á fót einhverjum sannleika um
raunveruleikann og að reyna að breyta honum til hins betra. Það verður ekki
gert nema með því að tala við aðra og stundum tala um fyrir þeim. Þetta hafa
menn vitað a.m.k.síðan í fornöld. Þess vegna hefur það líka verið grunnur-
inn undir byggingu mælskufræðinnar eða málfærslufræðinnar (retóríkur)
mestallar götur síðan þá. Þar með hlýtur það líka að vera í undirstöðum bók-