Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1997, Page 123

Andvari - 01.01.1997, Page 123
andvari í HEIMANA NÝJA 121 ber til um miðja nótt hjá mánanum hálfum“(53). Trylltur hlátur skógardís- arinnar, skurk fyrir skáladyrum (67-8) og táknhlaðin örnefni á borð við Gildruskógur (62) eru bæði ógnvekjandi og seiðandi. Annað einkenni náttúruheimsins er ofgnótt fallegra hluta. Lýsingargleði einkennir þulurnar og gjafir, kórall frá kónginum í sjávarþulunni og gjafir móðurinnar, systranna og Maríu í tunglþulunni. Fleiri dæmi eru smíðar Lit- ars í þulunni „Sólrún, Gullbrá, Geislalín!“: Gylltur stóll, gersemar, höfuð- djásn, hálsmen, hringur og lindi, silfurhnappur og sylgja, söðull og keyri og gullskeifa undir gæðing (50). Skartgirni gætir sérstaklega í lýsingum karl- manna, svo sem huldusveinsins sem hin mennska kona í þulunni um Álfa- hvamm eignar sér: „Hann á brynju og bitra skálm, / bláan skjöld og gylltan hjálm, / hann er knár og karlmannlegur, / kvikur á fæti, / minn sveinninn mæti, / herðabreiður og hermannlegur, / höndin hvít og smá, / augun djörf °g dimmblá / dökkri undir brá.“(52) Skrautið er önnur hlið þess hömluleysis sem einkennir náttúruna í þul- unum. Það er hluti af frelsi náttúrunnar en frelsisþrá er eitt meginstefja í þulunum. Ljóðmælendurna dreymir um algleymi sem felst í að kasta öllu frá sér og líða um loftin blá, öðlast algert frelsi til að lifa og njóta. Frelsið felur í sér lausn frá öllum sorgum. Stundum verður sú lausn að bíða dauð- uns, eins og í kvæðinu um máfinn (56-7). í öðru kvæði finnst hið algera frelsi í útópískum draumi (61) og svefninn leysir bæði Kalastaða-Gunnu (63) og sæfarendur frá striti sínu (70). Frelsið er hlutur karlmannsins í áðurnefndri þulu um Val hinn víðförla. »Á sér þolir hann engin bönd, / alltaf er nýtt að kjósa.“(58) en í þulunum kemur fram uppreisn konunnar gegn þeim mun, þar tekur hún frelsið sjálf. Stundum öðlast hún það með kynferðislegum tengslum við sveina úr öðr- um heimi, eins og hafmeyjan og selurinn í sjávarþulunni. Þannig fær unn- ustan í kvæðinu um Sólbrá gjafir frá dvergnum undir fossinum fyrir tilstilli Unnusta sem virðist úr öðrum heimi (50). Önnur fer á ball með unnusta úr álfheimum (52-3). Þeirri þriðju er rænt af Hjörvarði konungi úr Naumudal, hún gefur sig ævintýrinu á vald og standa allir himnar opnir fyrir þó að illa frri að lokum (64-6), rétt eins og fyrir stúlkunni sem eyðir æskugjaldi sínu við Gleðibrunna (62). Enn ein gerist hafmey og hlýjar ungum sveini sem situr á mararbotni og grætur en er rekin burt af afbrýðissömum Ránardætr- Unr. Þá gerist hún sírena og hefnir sín á karlkyninu með því að lokka sæfar- endur til Furðustranda (70). í þulunum koma konur fram sem gerendur en ekki þolendur, sjálf en ekki viðföng. Þulur Theodoru falla því vel að hugmyndum Annis Pratt um skáldskap kvenna. Hún telur að þar komi fram hvernig langanir þeirra rekist á hug- t^yndir samfélagsins um kvenhlutverkið. Sú togstreita sé endurómur goð- sagnarinnar um Apollón og Dafne sem endurspeglist í frelsisþrá unglings-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.