Andvari - 01.01.1997, Page 130
ÞROSTUR HELGASON
Þrjú andlit Fjallkirkjunnar
Samanburður á stíl þýðinga Gunnars Gunnarssonar og
Halldórs Laxness á Fjallkirkjunni
Fjallkirkjan kom út í Kaupmannahöfn á árunum 1923-1928 í fimm bindum1
og var fyrsta verk Gunnars Gunnarssonar eftir það skeið sem oft hefur ver-
ið kennt við tilvistarhyggju á höfundarferli hans. í sögunni rekur Gunnar
tilurðarsögu skálds, Ugga Greipssonar, sem að sönnu er saga Gunnars
sjálfs þótt hann hafi ætíð sagt að hún væri fyrst og fremst skáldskapur. Sag-
an er skrifuð sem endurminningar Ugga sem elst upp við ágæt efni á Aust-
urlandi í bændasamfélagi síðustu aldamóta. Hann flyst búferlum ásamt for-
eldrum sínum, unir hag sínum vel uns móðir hans deyr af barnsförum og
hann eignast stjúpmóður. Fullur trega og angistar tekur hann að yrkja og
einsetur sér að verða skáld; siglir utan til Danmerkur og hefur nám við lýð-
háskóla; lifir þar lengst af við sult og seyru og miðar hægt á leið sinni til
skáldskapar en við lok bókar vinnur hann sinn fyrsta rithöfundarsigur og
kvænist danskri konu.
Árið 1939 hóf Halldór Laxness að þýða verkið að tilhlutan Kristins E.
Andréssonar en Kristinn hafði þá ásamt fleirum stofnað útgáfufélagið
Landnámu sem annast átti heildarútgáfu á verkum Gunnars. Þýðingin,
Kirkjan á fjallinu, kom út í þremur hlutum er hétu Skip heiðríkjunnar
(1941), Nótt og draumur (1942) og Óreyndur ferðalangur (1943).2 Gunnar
ritar eftirmála að hverjum hluta fyrir sig og rekur þar meðal annars tilurð-
arsögu verksins. Hann mun einnig hafa verið Halldóri nokkuð innan hand-
ar við þýðinguna3 sem þótti takast mjög vel ef marka má skrif gagnrýnenda
en þeir luku nánast upp einróma lofi á þýðinguna.4
Á sjöunda áratugnum, þá á áttræðisaldri tók Gunnar svo til við að þýða
verk sín á íslensku. Þýðing hans á Fjallkirkjunni kom út í heild sinni árið
19735 og er hún að sögn höfundar „stytt og endursamin“.6 Þessi þýðing
hlaut æði misjafna dóma, flestir gagnrýnendanna fóru þó mjúkum höndum
um verkið, bentu á að málfar væri stirt á stöku stað en að öðru leyti gott.
Gunnar Stefánsson endurspeglaði þó sennilega almennt viðhorf til þýðing-