Andvari - 01.01.1997, Side 136
134
ÞRÖSTUR HELGASON
ANDVARI
í orðavali sem er áberandi í þýðingu hans (hugleiða, yfirvega; ólíkt, helm-
ingi). Þannig forðast hann endurtekningar sem er góðra gjalda vert en í
þessum tilfellum á það tæplega við. í fyrsta dæminu verður textinn afar
þvingaður og langt frá eðlilegu talmáli og með tilliti til þess að orðin í öðru
dæminu eru lögð í munn Ugga fimm eða sex ára gömlum er þýðing Hall-
dórs trúverðugri. í þriðja dæminu má lesa orð Beggu gömlu en þótt hún sé
afar spakmælt keyrir úr hófi í þýðingu Gunnars.
Þessi bókmálslegi stíll á þýðingu Gunnars kemur einkar vel fram í fjöl-
mörgum ljóðrænum klausum Fjallkirkjunnar. Báðar þýðingarnar eru auð-
ugar að mynd- og líkingamáli, þó er þýðing Gunnars öllu myndríkari. Að
þessu leyti fylgir Halldór einnig frumtextanum allnáið, öfugt við Gunnar
sem eykur frekar á stílskrautið og/eða breytir því. Hér að neðan sjáum við
dæmi þessa:
Hvor varmede Solen, hvor skinnede Elve og Bække, hvor strakte Engene sig vel-
behageligt, hvor smilede Klipperne brunt og blidt, hvor duftede Brisen og hvor smag-
te Bærene den Dag (1924:244)!
Sólin vermdi, sem hefði hún ekki öðru að sinna, ár og lækir ljómuðu, hver sem betur
gat, slegnir fletir túna og engiteiga breiddu úr sér sem voðfelldir vitazgjafar, hamra-
þilin stöfuðu hita, en sýndu um leið í tvíbentu tröllabrosi fleygmyndaðar vígtennur, er
varast bar, blærinn angaði af gjafmildi sumars, sem ekki sá út yfir, og aldrei hafði ég
bragðað önnur eins ber, enda var þetta einstakur dagur (1973:1,115).
Hvað sólin vermdi vel þennan dag, hvað glampaði fallega á lækina og árnar, hvað
engið breiddi unaðslega úr sér, hvað bros klettanna var myrkt og heitt, hvað blærinn
angaði, hvað bragðið af berjunum var gott (1941:175)!
Eins og sjá má hefur Gunnar aukið textann allmikið; í stað stuttrar, ein-
faldrar og ljóðrænnar lýsingar kemur löng og skrautmikil. Hér eins og oft
áður fellir Gunnar upphafsklifunina burt en í stað hennar, ef svo má segja,
verður textinn myndríkari, stuðlasetning meiri og orðalag skáldlegra, text-
inn verður upphafnari. Oft fer vel á þessu en stundum jaðrar við að þýðing
Gunnars sé ofhlaðin ljóðrænum eigindum; merkingin verður óljós, drukkn-
ar í myndmáli, orðflúri og stuðlasetningu sem á sér enga fyrirmynd í frum-
textanum. Hér er annað dæmi um þetta:
Med ét sprang der en Kilde i Natten, en Kilde af Lys og Toner. Æventyrligt overra-
sket som man ellers kun bliver det i Drpmme saa jeg ind i en Hule, hvor tavse Menn-
esker dansede rundt til en Musik, der fpltes virkelig som en Havdpnning. Ja næsten
som Dele af denne Musik dansede Mænd og Kvinder, viljelpst bundne, blindt fprte af
Instrumenternes ydre og deres eget indre Tonespil, Blodets Rytme, i en Harmom
hvori en tung Glæde græd (1927:48).
Alls óvænt spratt fram lind í lágnættismollunni, altær uppspretta ljóss og tóna. Grip-