Andvari - 01.01.1997, Page 138
136
ÞRÖSTUR HELGASON
ANDVARI
textanum afar náið; það lætur nærri að hann þýði verkið frá málsgrein til
málsgreinar. Þýðing Gunnars er hins vegar mun frjálslegri; hann fylgir
hvorki málsgreina- né efnisgreinaskipan frumtextans, auk þess fellir hann
oftlega burt stflbrögð eða breytir þeim. Gunnar fellir raunar einnig burt
töluvert af samtölum, yfirlitsþáttum og innskotum sögumanns úr textanum
enda er þýðing hans, samkvæmt lauslegri könnun minni, um það bil 20%
styttri en frumtextinn. Þýðing Halldórs er hins vegar 4% lengri sem þykir
eðlileg viðbót í þýðingu.
Eins og vikið var að í upphafi þessa máls fengu þýðingarnar tvær afar
ólíkar viðtökur. Mönnum þótti þýðing Halldórs afbragðs góð en lengi hafa
menn verið ósáttir við þýðingu Gunnars þótt flestir gagnrýnendur hafi sýnt
henni nærgætni í fyrstu. Við getum vitanlega velt því fyrir okkur hvers
vegna hún hefur þótt verri en þýðing Halldórs. Ég hef til dæmis kannað
læsileika textanna þriggja, það er að segja hversu erfiðir eða auðveldir þeir
eru aflestrar. Beitt er einfaldri rannsóknaraðferð sem felst í því að finna út
meðalfjölda orða í hverri málsgrein og hlutfall orða sem eru lengri en sex
stafir í textanum. Þessar tvær tölur eru síðan lagðar saman og summa
þeirra segir til um læsileika textans. Því hærra sem hlutfallið er því erfiðari
er textinn aflestrar en grundvallarviðmiðunin er sú að sé hlutfallið lægra en
30 er textinn mjög auðveldur aflestrar en sé það hærra en 40 er hann erfið-
ur.13 Könnun mín nær aðeins yfir einn kafla Fjallkirkjunnar (I. kafla annarr-
ar bókar) og í stuttu máli er þýðing Halldórs auðveldari aflestrar en þýðing
Gunnars en læsileikahlutfall Halldórs er 31 en Gunnars 36. Hvorug þeirra
slær þó frumtextanum við í þessum efnum en læsileikahlutfall hans er að-
eins 28 sem þýðir að hann er mjög auðveldur aflestrar. Hér gæti vissulega
verið komin ein skýring á því hvers vegna þýðing Gunnars hefur átt svo
erfitt uppdráttar meðal lesenda á meðan þýðing Halldórs stendur enn fyrir
sínu þótt hún sé þremur áratugum eldri.
Að mínu mati hins vegar hefur þessi þýðingartilraun Gunnars (eða til-
raun til endursagnar) einfaldlega mistekist, þýðing Gunnars er verri en
þýðing Halldórs og vísa ég í stflsamanburðinn því til áréttingar. Ástæðurn-
ar kunna að vera margar, til dæmis sú að íslenskan hafi verið Gunnari erfið
eins og hann sagði reyndar eitt sinn sjálfur.14 Meginástæðan er þó ef til vill
sú að Gunnar þýðir í raun í skugganum af þýðingu Halldórs. Vafalaust
fannst Gunnari hann ekki geta þýtt frumtextann mjög nákvæmlega því að
Halldór hafði beitt þeirri aðferð. Sveinn Skorri Höskuldsson, sem heim-
sótti Gunnar nokkrum sinnum á meðan skáldið var að þýða Fjallkirkjuna,
hefur reyndar sagt mér að þegar Gunnar var að þýða þá sat hann við skrif-
borð sitt með frumtextann og þýðingu Halldórs sem hann bar saman áður
en hann skrifaði eigin þýðingu, auk þess hafði hann orðabók Blöndals sér
til fulltingis - sennilega til að geta haft upp á öðrum þýðingarmöguleikum