Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1997, Side 142

Andvari - 01.01.1997, Side 142
140 HARALDUR BESSASON ANDVARI leyti þeirri félagslegu hefð sem krafist er að það sjálft haldi í heiðri. Eðli náttúrunnar getur verið bæði taumlaust og hættulegt og ógnað mannlegu lífi og umhverfi. Til túlkunar á þessum samskiptum manns og náttúru hefur margur fræðimaðurinn hyllst til nokkurrar einföldunar með vísun til sí- felldrar togstreitu milli andstæðra skauta, fastrar skipanar og ringulreiðar, munar góðs og ills eða þá andhverfrar stöðu goða og einhvers konar illþýð- is sem um þau situr og reynir að gera þeim skráveifur eða sigra þau. Upp á síðkastið hafa þenkjandi fræðimenn reynt að forðast íburðarmikið mynd- mál um goðkynjaðar verur og óvættir. Má því segja að þeim hafi tekist að sneiða að einhverju leyti hjá þeim tilfinningafuna sem myndmál af því tagi kann að kveikja í hugum þeirra sem aðhyllast ósveigjanlega formgerð eða strúktúralisma. I þeim anda hefur verið bent á menningu og náttúru3 sem andhverfur. Menning hlítir ákveðnum lögum og hegðunarmynstri sem móð- ur náttúru eru ekki ávallt að skapi, enda gefin fyrir lauslœti. Vil ég þó strax gera skýrt að mér er ekki að fullu ljóst hvaða merkingu beri að leggja í orð- ið lauslœti að öðru leyti en því að það lúti að samskiptum kynjanna tveggja utan þeirra marka sem hefðbundin menning ákveður. Nota ég þá lauslegu skilgreiningu sem kveðju til þeirra .Júpiters og Seifs og sný mér að Óðni. Óðinn er mjög nærtækt dæmi um það hvernig til tekst hjá fólki sem reyn- ir að koma til manns goðmagni sem það þykist skynja í náttúrunni, og tek ég þá fremur gáleysislega til orða. Tilraunin um Óðin má hafa tekist bæri- lega. Pó virðist ekki hafa lukkast að berja úr honum náttúruna, enda var hann svo kvenhollur að það hálfa hefði verið nóg, eins og stundum er sagt. Naumast nægja þó afskipti hans af konum til þess að ætla honum lauslæti því að þegar það orð birtist loks meðal annarra orða í íslenskri tungu virð- ist það, eins og ég mun víkja að síðar, eingöngu notað um konur og er sú notkun að verulegu leyti í samræmi við þá fræðilegu greiningu norrænna goðsagna að vilji menn bæta einhverju við andhverfurnar menning og nátt- úra þá sé eðlilegast að láta karlkynsverur fylgja menningunni en kvenkynið náttúrunni.4 Frá sjónarhorni kvenna er þetta vægast sagt óviðfelldin kenn- ing, einkum þegar þess er gætt að hér er að dómi formgerðarmanna á ferð- inni andstæða milli góðs og ills. „Hvers eiga konur að gjalda?“ hlýtur hver sá að spyrja sem kynnir sér goðafræðina. Snorri Sturluson segir svo í Eddu sinni að Óðinn væri „æðstur og elstur ásanna.“ Landareign hans og annarra ása eða goða nefndist Ásgarður. Fyr- ir utan og þá líkast til einnig fyrir neðan Ásgarð voru heimkynni dauðlegra manna sem kölluð voru einu nafni Miðgarður og er augljóst að garðarnir tveir voru menningarvörn goða og manna. Innangarðs var flest með fastri skipan eða átti að vera með þeim hætti og þá jafnframt merkt lífinu. Utan- garðs ríktu fjendur goða, mannlífs og menningar, jötnar, jötnameyjar og þeirra hyski og sú þjóð til alls vís. Nú þykist ég vita að einhver vilji gera þá
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.