Andvari - 01.01.1997, Síða 142
140
HARALDUR BESSASON
ANDVARI
leyti þeirri félagslegu hefð sem krafist er að það sjálft haldi í heiðri. Eðli
náttúrunnar getur verið bæði taumlaust og hættulegt og ógnað mannlegu
lífi og umhverfi. Til túlkunar á þessum samskiptum manns og náttúru hefur
margur fræðimaðurinn hyllst til nokkurrar einföldunar með vísun til sí-
felldrar togstreitu milli andstæðra skauta, fastrar skipanar og ringulreiðar,
munar góðs og ills eða þá andhverfrar stöðu goða og einhvers konar illþýð-
is sem um þau situr og reynir að gera þeim skráveifur eða sigra þau. Upp á
síðkastið hafa þenkjandi fræðimenn reynt að forðast íburðarmikið mynd-
mál um goðkynjaðar verur og óvættir. Má því segja að þeim hafi tekist að
sneiða að einhverju leyti hjá þeim tilfinningafuna sem myndmál af því tagi
kann að kveikja í hugum þeirra sem aðhyllast ósveigjanlega formgerð eða
strúktúralisma. I þeim anda hefur verið bent á menningu og náttúru3 sem
andhverfur. Menning hlítir ákveðnum lögum og hegðunarmynstri sem móð-
ur náttúru eru ekki ávallt að skapi, enda gefin fyrir lauslœti. Vil ég þó strax
gera skýrt að mér er ekki að fullu ljóst hvaða merkingu beri að leggja í orð-
ið lauslœti að öðru leyti en því að það lúti að samskiptum kynjanna tveggja
utan þeirra marka sem hefðbundin menning ákveður. Nota ég þá lauslegu
skilgreiningu sem kveðju til þeirra .Júpiters og Seifs og sný mér að Óðni.
Óðinn er mjög nærtækt dæmi um það hvernig til tekst hjá fólki sem reyn-
ir að koma til manns goðmagni sem það þykist skynja í náttúrunni, og tek
ég þá fremur gáleysislega til orða. Tilraunin um Óðin má hafa tekist bæri-
lega. Pó virðist ekki hafa lukkast að berja úr honum náttúruna, enda var
hann svo kvenhollur að það hálfa hefði verið nóg, eins og stundum er sagt.
Naumast nægja þó afskipti hans af konum til þess að ætla honum lauslæti
því að þegar það orð birtist loks meðal annarra orða í íslenskri tungu virð-
ist það, eins og ég mun víkja að síðar, eingöngu notað um konur og er sú
notkun að verulegu leyti í samræmi við þá fræðilegu greiningu norrænna
goðsagna að vilji menn bæta einhverju við andhverfurnar menning og nátt-
úra þá sé eðlilegast að láta karlkynsverur fylgja menningunni en kvenkynið
náttúrunni.4 Frá sjónarhorni kvenna er þetta vægast sagt óviðfelldin kenn-
ing, einkum þegar þess er gætt að hér er að dómi formgerðarmanna á ferð-
inni andstæða milli góðs og ills. „Hvers eiga konur að gjalda?“ hlýtur hver
sá að spyrja sem kynnir sér goðafræðina.
Snorri Sturluson segir svo í Eddu sinni að Óðinn væri „æðstur og elstur
ásanna.“ Landareign hans og annarra ása eða goða nefndist Ásgarður. Fyr-
ir utan og þá líkast til einnig fyrir neðan Ásgarð voru heimkynni dauðlegra
manna sem kölluð voru einu nafni Miðgarður og er augljóst að garðarnir
tveir voru menningarvörn goða og manna. Innangarðs var flest með fastri
skipan eða átti að vera með þeim hætti og þá jafnframt merkt lífinu. Utan-
garðs ríktu fjendur goða, mannlífs og menningar, jötnar, jötnameyjar og
þeirra hyski og sú þjóð til alls vís. Nú þykist ég vita að einhver vilji gera þá