Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1997, Síða 144

Andvari - 01.01.1997, Síða 144
142 HARALDUR BESSASON ANDVARI „Fleira verður að gera en gott þykir,“ mælti aldraður skagfirskur bóndi jafnan þegar hillti undir vafasamar ákvarðanir hjá honum. Verður ekki í efa dregið að áþekk hugsun hafi laumast að Bor þegar hann samrekkti þeirri skuggalegu konu, gýginni Bestlu, á brúðkaupsnóttina, en til þeirrar nætur er okkur gjarnt að rekja allrar veraldarinnar lausung og lesti. Er þá komið að Óðni Borssyni, sem vissulega varpaði miklum ljóma á ætt sína þótt hann lenti í sams konar vanda og faðir hans að eiga aðeins um tvennt að velja, einlæti eða kvonfang úr Jötunheimum. Jörð var hans fyrri kona, fremur dimm og drungaleg yfirlitum, og væntanlega sú hin sama gýgur og við þurfum að feta okkur á í skammdegishálku eða sólarhita og samskipti við hana viðsjárverð. Ættarmótið leynir sér ekki enda efniviðurinn hold af jötni nokkrum sem þannig er lýst í Snorra-Eddu: „Hann er illur og allir hans ættmenn. Þá köllum vér hrímþursa. En svá er sagt að þá er hann svaf fékk hann sveita. Þá óx undir vinstri hendi honum maður og kona, og ann- ar fótur hans gat son við öðrum, en þaðan af kómu ættir.“ Hér finnst mér gæta slíkrar lausungar í kynferðismálum að ég hef nokkurn beyg af frá- sögninni og á erfitt með að lesa hana upphátt, enda er ég þess fullviss að Vestur-íslendingar myndu telja hana óhæfa í „mixuðu kompaníi“ . Ekki tel ég það heldur sennilegt að íhaldssamir repúblikanar í Bandaríkjunum slægju því á frest að láta bannsyngja Snorra-Eddu í grunnskólum þar í landi. Hvers eiga nemendur í íslenskum skólum að gjalda að sitja uppi með slíka bók? Enn langar mig til að nefna nokkur dæmi um lausung í goðheimi. Óðinn lét sér ekki nægja þursameyna Jörð að kvonfangi heldur gat hann syni við tveim ásynjum og gerðist þannig sekur um nokkur afbrigði. Loki var einn af ásum og svarabróðir Óðins og hvarflaði sá mjög milli góðs og ills. Báðir voru þeir svarabræður viðsjálir og báðir áttu þeir öðrum megin ætt sína að rekja í Jötunheima. Loki var þó sýnu verr ættaður en Óðinn. Fræðimenn hafa að vísu án stuðnings beinna heimilda reynt að skipa móður hans Lauf- eyju eða Nál á bekk með ásynjum. Hversu haldgóð sem rök þeirra kunna að vera fyrir slíkri skipan er fullljóst að faðerni Loka var af verra taginu, en hann var sonur jötunsins Fárbauta, sem er vægast sagt fremur óaðlaðandi nafn. Þegar í árdaga varð sú skoðun ugglaust ríkjandi að karlleggurinn væri kvenleggnum æðri og skilin þar á milli einnig að nokkru leyti landamörk menningar og villtrar náttúru, innangarðs skipulags og utangarðs óreiðu, eins og ég hef áður nefnt. Vegna afleits ætternis gátu Loki og afkvæmi hans aldrei öðlast fullan þegnrétt í Ásgarði, og slíkur lausungarbragur fylgdi þessu fólki að til eindæma verður að telja. Loki gekk að vísu að eiga Sygin, sem var ein ágæt ásynja, og eignuðust þau soninn Nara eða Narfa. Gýgurin Angurboða í Jötunheimum varð honum hins vegar að slíku falli að hann gat við henni börnin þrjú, Fenrisúlf, Miðgarðsorm og Hel.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.