Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1997, Qupperneq 148

Andvari - 01.01.1997, Qupperneq 148
146 HARALDUR BESSASON ANDVARI finna í Gamla testamentinu. Orð þetta mun þó vera talsvert eldra og kem- ur fyrir í Víglundarsögu. Sama máli gegnir um lýsingarorðið lauslátur sem eingöngu er notað í kvenkyni, bæði í biblíunni og Biskupasögum. Guð- brandur biskup notar lauslæti um þá hegðun sem Marteinn Lúther nefnir Hurerei í sinni þýðingu. Latneska þýðingin hefur fornicatio um þessi fyrir- bæri. Sakir vankunnáttu er mér um megn að vitna í hebresku og grísku. Af þessu má þó ljóst vera að orðið lauslæti er innan sama merkingarsviðs og nafnorðið hórdómur og fjöldi annarra orða og vísar því til hegðunar sem með öðrum meinum og löstum leiddi til þess að veröldin fórst í ragna- rökum og að þjóðveldið íslenska hrundi til grunna, ef trúa má höfundi Völuspár og síðari tíma sagnfræðingum. Þrátt fyrir afstöðuleysi mitt gagnvart lauslæti, sem vitaskuld á rætur sínar að rekja til þess að mér er miklu tamara að skyggnast um í goðheimi en mannheimi, væri það ósanngirni og jafnvel ókurteisi af minni hálfu að ljúka þessu spjalli einhvers staðar í sölum Heljar og láta rigna eldi og brenni- steini á fólk. Þegar öllu er á botninn hvolft er unnt að finna þess dæmi að í lausung eða hegðun sem líkast til mætti flokka undir lauslœti sé fólgin fórn á altari menningar, menntunar og jafnvel eilífs lífs. Á ég þar við söguna um mjaðarsókn Óðins í Jötunheima sem telja verður einhvern afdrifaríkasta atburð fyrir menningarsögu okkar íslendinga nema ef vera skyldi að sköp- un mannsins kæmist þar í einhvern samjöfnuð. Skemmst er frá því að segja að skáldamjöður sá sem hér um ræðir átti sér uppruna í guðdómlegum hráka sem hafður var að griðamarki við friðarsamninga milli Vana og Ása, en þeir höfðu lent í styrjöld. Goðin bjuggu til mann úr hrákanum og hlaut sá nafnið Kvasir. Gestrisnir dvergar buðu Kvasi heim til sín, drápu hann og létu blóðið renna í einn ketil og tvö ker, blönduðu hunangi út í „og varð þar af mjöður sá er hver er af drekkur verður skáld eða fræðimaður.“ Dvergarnir skrökvuðu því síðan að goðunum að Kvasir hefði kafnað í mannviti. Mjöður þessi komst síðan á flakk meðal dverga og jötna og varð undirrót voðaverka sem hér verða ekki talin. Eftir mikla umhleypinga og öldurót meðal dverga og jötna komst mjöðurinn í hendur Suttungi jötni sem fékk Gunnlöðu dóttur sinni hann til varðveislu. I garð til Gunnlaðar komst síðan sjálfur Óðinn, dró hana á tálar með því að samrekkja henni þrjár nætur í röð og misnota sér urn leið gestrisni hennar með því að drekka ketilinn Óðreri og kerin Són og Boðn í botn og fljúga síðan með mjöðinn í eigin belg inn í Ásgarð. Hvort telja ber mjaðarsókn Óðins til lausungar í ástamálum eða hvort hann hefur af fullri ábyrgð og menningar- legri fórnfýsi þroskaðs höfðingja afráðið að gera þyrfti fleira en gott þætti verður að liggja milli hluta að sinni. Freistandi er samt að ætla að sagan um mjaðarsóknina í Jötunheima sé ein stórbrotnasta mynd sem við eigum í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.