Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2000, Síða 20

Andvari - 01.01.2000, Síða 20
18 SIGRÍÐUR TH. ERLENDSDÓTTIR ANDVARI lýðskólans. Þótt hún væri alin upp í sveit þangað til hún var á tólfta ári fannst henni hún aldrei hafa verið sveitabarn. Hún kveið alltaf fyrir sumrinu því að þá fóru nemendur til sinna heima, „og þá varð allt svo autt og tómt“, eins og hún komst að orði.20 Anna og systkinin höfðu heimiliskennara á Hvítárbakka. Gera verður ráð fyrir því að hún hafi hlotið hefðbundið uppeldi stúlkna á þeim tímum en eins og nærri má geta hefur uppeldi á skólasetrinu og samskipti við svo margt ungt fólk mótað hana verulega. í útliti líktist Anna móður sinni en sjálf sagðist hún hafa erft skapgerð föður síns og víst er að fræðimennska var áhugamál þeirra beggja.21 Sögupersónur Islendingasagna urðu henni lifandi veruleiki og Anna sagði að allar helstu persónur fornsagnanna væru eins og gamlir kunningjar frá bernsku sinni og æsku, „og jafnvel enn ná- komnari en sumt fólkið á bæjunum í kring um mig.“ Hún las Forn- söguþœttina sem Pálmi Pálsson og Þórhallur Bjarnarson bjuggu til prentunar og fornmenn voru daglegt umræðuefni á æskuheimili hennar fremur en nágrannarnir. Islandssaga var ein aðalkennslu- grein í lýðskólanum og faðir hennar kenndi aðallega í fyrirlestrum eins og siður var í norrænum lýðskólum. Hann samdi kennslubók í Islandssögu, Minningar feðra vorra, og gaf út í tveimur bindum 1909 og 1910.22 Áhugi Önnu á persónum íslendingasagna og annarra fornra sagna sem hún kynntist á bernskuheimili sínu fylgdi henni alla ævi eins og verk hennar sum eru til marks um. Þar var lagður grunn- ur að áhugamálum hennar og lífsstarfi. Sigurður veiktist af spönsku veikinni 1918 og náði sér aldrei að fullu. Þegar heilsu hans tók að hraka ákvað hann að hætta skóla- stjórn og flytja til Reykjavíkur. Hann seldi Davíð Þorsteinssyni bónda á Arnbjargarlæk Hvítárbakka fyrir 50 þúsund krónur og í kaupsamningi lofaði Davíð að reka skólann áfram með líku sniði og verið hafði. Það er af framhaldi skólans að segja að stofnuð voru samtök héraðsmanna um reksturinn og hann var rekinn til 1931 er hann hafði vistaskipti og var fluttur að Reykholti. Frá upphafi 1905 og til loka 1931 sóttu skólann á Hvítárbakka um 600 nemendur, 404 piltar og 196 stúlkur, eða tæplega þriðjungur nemenda.23 Anna var á tólfta ári þegar foreldrar hennar fluttu suður. Þau festu kaup á Ráðagerði á Seltjarnarnesi en Sigurður hafði kennt við barnaskólann þar fyrir aldamót og þaðan var móðurætt konu hans. Fjölskyldan stundaði þar dálítinn búskap. í fjósinu voru yfirleitt fjór-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.