Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2000, Side 24

Andvari - 01.01.2000, Side 24
22 SIGRÍÐUR TH. ERLENDSDÓTTIR ANDVARI anum en þar var kennt prjón enda þótt það væri ekki í tísku þá að prjóna í höndunum. Anna segir að flestar skólasystur hennar hafi alls ekki kunnað að prjóna áður en þær komu í skólann og voru látn- ar prjóna einn sokk, en af því að Anna kunni til verka fékk hún að prjóna sér skotthúfu. Um áratug síðar var prjónaskapur kominn í tísku og þá prjónuðu sumar skólasystur hennar mikið, „en ég lét það vera“, sagði Anna.31 Anna var „glæsileg stúlka, hæglát í fasi, eiginlega hlédræg,“ segir Sigurveig og minnist Önnu á mynd frá Kvennaskólaárunum svo: „[Anna var] ósköp falleg stúlka, í dýrðlegum upphlut, fríð í framan en með festulegri svip en flestar hinna.“32 Skólastjóri Kvennaskólans á þessum tíma var Ingibjörg H. Bjarna- son (1868-1941) en hún er fyrsta kona sem kosin var á Alþingi Is- lendinga. Ingibjörg var kraftmikil og fylgdist vel með nýjungum í skólamálum og hélt utan í því skyni.33 Hún tók sæti á Alþingi sem landskjörinn þingmaður Kvennalistans 1922 og sat á þingi til 1930, einmitt þegar Anna var í skólanum. Hún átti veigamikinn þátt í því að síðustu leifum af misræmi eftir kynjum í kosningarétti og kjör- gengi í sveitarstjórnarmálum var rýmt burt 1926, en þá var ákvæðið um að konum væri heimilt að skorast undan kosningu fellt niður.34 Par með lauk fyrsta tímabili íslenskrar kvenréttindabaráttu sem stað- ið hafði frá því um 1870 þegar konur stofnuðu með sér fyrstu sam- tökin og tímabili Kvennalistanna frá 1908 þegar fjórar konur voru kosnar í bæjarstjórn Reykjavíkur og nefnt hefur verið „Kvennasigur- inn mikli“. Ingibjörg gegndi því viðamikla starfi að vera formaður Landspítala- sjóðsnefndar en það var nefnt „mesta líknarstarfsemi landsins“. Sjóðurinn var til kominn eftir að íslenskar konur fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis 1915 en þá beittu þær sér fyrir stofnun Landspítala í þakklætisskyni fyrir fengin réttindi og stofnuðu sjóð í því skyni. Landspítalamálið var í raun hvati að framboði Kvennalist- ans og kosningu Ingibjargar þótt hún hafi sannarlega látið til sín taka við fleiri málefni á þingi. Fullvíst má telja að Landspítalinn hefði ekki tekið til starfa 1930 ef konur um allt land hefðu ekki sameinast um að berjast fyrir honum og starfað þrotlaust að fjáröflun sem réð úrslitum. Landspítali var feiknamikið hagsmunamál fyrir konur enda var umönnun sjúkra og aldraðra inni á heimilum í þeirra höndum. Ingibjörg var formaður sjóðsins frá stofnun 1916 til dauðadags 1941.35
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.