Andvari - 01.01.2000, Page 25
andvari
ANNA SIGURÐARDÓTTIR
23
„Fröken Bjarnason“, eins og hún var jafnan nefnd innan skólans, var
sögð hafa „í glæsileik sínum og öðrum mannkostum árum saman
verið einingartákn íslenskra kvenna“36 Eins og bent hefur verið á
tengist kvenréttindabaráttan og tilkoma velferðarríkisins órjúfanleg-
um böndum jafnt hér á landi sem í öllum nágrannalöndum okkar.
Það er innan kvennahreyfinga sem hugmyndir um velferðarríkið
eiga upptök sín og leitt hefur verið í ljós framlag kvenna í mótun
heilbrigðis- og félagsmála hér á landi á fyrstu áratugum 20. aldar.37
Um það bil jafnmargir karlar og konur kenndu við skólann. Af
kennurunum skulu sérstaklega nefndar tvær konur: Inga Lára Lárus-
dóttir (1883-1949) var ötull liðsmaður kvenréttinda og sat í bæjar-
stjórn Reykjavíkur 1918-1922. Beinlínis til að vinna að framgangi
Landspítala stofnaði hún og ritstýrði mánaðarblaðinu 19. júní 1917-
1929 og lagði mikið af mörkum í baráttu kvenna fyrir byggingu hans.
Kvennaskólinn gegndi því lykilhlutverki í Landspítalamálinu og var
miðstöð baráttunnar. Skólastjórinn bjó í þriggja herbergja íbúð í
skólanum, borðaði í heimavistinni og hafði stúlku sem átti fáar frí-
stundir eins og venja var um vinnustúlkur á heimilum.3s
Ragnheiður Jónsdóttir (1889-1977), eða „fröken Ragnheiður“ eins
°g hún var jafnan nefnd, hafði kennt við skólann í rúman áratug og
var farin að taka nokkuð af stjórnun hans í sínar hendur auk kennsl-
unnar og hafði mikil áhrif á nemendur sína. Hún tók við skólastjórn
að Ingibjörgu látinni. Aðspurð hvort stúlkur hafi ekki verið orðnar
kvenréttindakonur þegar hér var komið sögu segir Sigurveig: „Mað-
ur vaknaði til þeirra hluta við umgengni við þessar konur án þess að
gera meira úr því þá.“3y Þess er að geta að þær Ingibjörg, Inga Lára
°g Ragnheiður voru allar ógiftar og barnlausar, raunar voru allar
konurnar sem kenndu við Kvennaskólann meðan Anna var þar
ógiftar og barnlausar nema tvær.
Eftir Kvennaskóladvölina var Anna heima um skeið og létti undir
með móður sinni, en þar voru allt að 15 manns í heimili þegar mest
VaL og stundum hljóp hún í fiskbreiðslu í Haga. í Reykjavík var
borgarastétt að vaxa fiskur um hrygg og mikil umskipti að verða á
Iifsstíl ungs fólks. Þá var að vaxa úr grasi kynslóð ungra stúlkna sem
hafði áhugamál sem fyrri kynslóðir hefðu ekki látið sig dreyma um.
Þær hópuðust í verslanir og skrifstofur og fatnaður þeirra og hártíska
tok miklum breytingum. „Reykjavíkurstúlkan“ Anna fylgdi þeim
straumum og hún var klippt og klædd samkvæmt tísku þeirra ára.