Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2000, Side 26

Andvari - 01.01.2000, Side 26
24 SIGRÍÐUR TH. ERLENDSDÓTTIR ANDVARI Þessar breytingar urðu mun fyrr erlendis og fyrir fyrri heimsstyrjöld fór víða í nágrannalöndum okkar að bera á „nýju konunni“ sem kærði sig kollótta um gamlar hefðir og tók upp nýja siði.40 Sumarið 1925 orðaði Nóbelsskáldið þessi umskipti svo: „Stutta hárið er hvorki meira né minna en ytra tákn um endurmat allra gilda í viðhorfi nú- tímakonunnar.“41 Anna var á þriðja ár á miðstöð bæjarsímans, 1927-29 og 1930-31. Það var dæmigert kvennastarf og eftirsótt af ungum stúlkum. Síðan vann hún níu ár í skóverslun Hvannbergsbræðra við afgreiðslu- og skrifstofustörf. Mikið launamisrétti ríkti milli karla og kvenna í versl- unar- og skrifstofustörfum og konur almennt ekki farnar að berjast fyrir bættum kjörum hvað þá launajafnrétti. Um þær mundir var það ríkjandi skoðun meðal verslunarmanna að ekki væri viðeigandi að konur hefðu sömu laun og karlar við störf í verslunum. Skýrslur um kjör kvenna við verslunarstörf leiddu í ljós að konur bjuggu við afar bág kjör í þeirri atvinnugrein. Ekki var krafist hærra kaups í fyrstu heldur látið nægja að fara fram á að stytta vinnutímann og reynt var að fá því framgengt að búðum yrði lokað kl. 4 á laugardögum yfir sumarmánuðina í stað kl. 6 en ekki náði það fram að ganga þá.42 Á tímum kreppu og atvinnuleysis á fjórða áratug þótti mörgum vafa- samt að giftar konur ættu yfirleitt að hafa rétt til launavinnu. Lang- flestar konur í verslunar- og skrifstofustörfum voru ógiftar og barn- lausar. Langt fram yfir síðari heimsstyrjöld var það nær viðtekin regla að konur hættu launuðum störfum þegar þær giftust. Þegar Anna fluttist til Eskifjarðar með eiginmanni sínum varð hún auðvitað að láta af starfinu. „Ég hélt ég fengi slag, þegar ég frétti að strákurinn sem tók við starfi mínu fékk nærri helmingi hærra kaup en ég hafði haft. Þá eins og nú var því haldið fram að konur væru óstöðugur vinnukraftur, en það liðu ekki mörg ár þangað til strákur var farinn sína leið.“43 Árið 1929 hleypti Anna heimdraganum og hélt til Berlínar en það var ekki vanalegt um stúlkur á þeim árum. Hún dvaldist þar í eitt ár hjá dr. Karli og dr. Irmgard Kroner og nefndist „Haustochter“ að þeirra tíma sið.44 Dr. Kroner var kunnur sérfræðingur í tauga- og lungnasjúkdómum og kona hans, kaupmannsdóttir frá Stettin, barnalæknir en lagði stund á tungumálanám við háskólann í Berlín, meðal annars norræn mál. Þau komu fyrst til íslands 1926, ferðuðust um á hestum, hrifust samstundis af landinu og komu öðru sinni
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.