Andvari - 01.01.2000, Síða 27
andvari
ANNA SIGURÐARDÓTOR
25
1929. íslendingar áttu hauk í horni þar sem þau voru, heimili þeirra í
Berlín stóð þeim jafnan opið og sjálf héldu þau upp á Alþingishátíð-
ma 1930 í sumarbústað sínum vestur af Berlín. Dr. Irmgard fékk ís-
lenska stúdenta í Berlín, þá Stefán Pjetursson og Kristin E. Andrésson,
til þess að kenna sér nútímaíslensku. Pað var fyrir orð Kristins að
Anna hélt til Berlínar en hann hafði verið kennari við Hvítárbakka-
skóla og var við nám í Þýskalandi um þessar mundir.45 Þetta var á
síðustu árum Weimarlýðveldisins, Berlín háborg menningar og lista
°g hreifst Anna mjög af þýsku þjóðlífi og blómstrandi menningarlífi í
borginni. Anna átti að gæta sonar hjónanna, Klaus Erlendar Kroner,
°g vinna létt heimilisstörf. Hún sagðist hafa verið eins og hirðdama
°g farið með frú Kroner í leikhús, óperuna, á listsýningar og kaffi-
hús. Meðan Anna var í Berlín sótti hún stutt námskeið í matreiðslu.
Víst er að hún bjó að dvöl sinni í Berlín allt sitt líf og náði góðu valdi
á þýskri tungu.46 Dr. Karl og Irmgard Kroner héldu til íslands ásamt
syninum unga í þriðja sinn 1933, árið sem Hitler komst til valda í
Þýskalandi, en þá hafði Karli verið sagt upp stöðu trúnaðarlæknis
hjá Siemens verksmiðjunum. Vegna þess að hann var af Gyðingaætt-
um var hann sviptur lækningaleyfi og frelsi.47 Nasistar handtóku Karl
Kroner haustið 1938 og kona hans, sem ekki var Gyðingur, leitaði
ssjár Helga P. Briem fulltrúa íslands við danska sendiráðið í Berlín
sem tókst með snarræði að fá mann hennar lausan og koma honum
ur landi til Kaupmannahafnar og áfram til íslands. Hingað kom hann
1 byrjun desember og skömmu síðar tókst Irmgard að sleppa úr landi
asamt syninum og fjölskyldunni var tryggt hæli á íslandi.4s Þau
dvöldust hér á landi til stríðsloka. Irmgard kenndi hér mörgum
tungumál, Anna sótti meðal annarra þýskutíma hjá henni, og um
skeið kenndi hún þýsku við Háskóla íslands. Héðan héldu þau vest-
Ur um haf og bjuggu í Bandaríkjunum upp frá því en þar stundaði
Irmgard kennslu í tungumálum. Dr. Karl Kroner andaðist 1956 en
kona hans kom nær árlega til íslands og stundaði leikhús og aðra
menningarviðburði sem hún kunni vel að meta. Hún andaðist 1973.
Svo mjög tengdust þau íslandi að jarðneskar leifar þeirra beggja
hvfla í íslenskri mold í Fossvogskirkjugarði.49
Eins og að framan getur fór yngsta systir Önnu, Valborg, í lang-
skólanám. Hún varð stúdent 1941, stundaði nám í uppeldis- og sálar-
fræði í Bandaríkjunum og lauk MA-prófi 1946 frá hinum merka
Smith College, fyrst íslenskra kvenna. Saga Valborgar tengist um-