Andvari - 01.01.2000, Page 37
andvari
ANNA SIGURÐARDÓTTIR
35
Þegar Anna var spurð að því löngu seinna hvernig þessu nýmæli -
að stofna kvenréttindafélag á Eskifirði - hafi verið tekið svaraði hún
að sumir hefðu sagt: „Flest dettur þessum kerlingum í hug, stofna
kvenréttindafélag og heimta að karlarnir vaski upp.“8?
í viðtali sem Jóhann Klausen hafði við Önnu í Austurlandi, sem
gefið var út á Neskaupstað, kemur fram að sumir hafi viljað bendla
kvenréttindastefnuna og félögin við „vissan“ pólitískan flokk. Þetta
segir Anna alrangt, hér sé um algerlega óflokkspólitískan félagsskap
að ræða, einungis kvenpólitískan. Jafnframt greindi hún frá skipulagi
KRFÍ, sem komið var á á landsfundinum 1944, að á landsfundum,
sem haldnir eru fjórða hvert ár, skyldi kjósa í stjórn fulltrúa jafn-
marga þeim stjórnmálaflokkum er hverju sinni ættu sæti á Alþingi.
Sú tilhögun skyldi tryggja pólitískt jafnvægi innan félagsins og opna
leið frá félagsstjórn inn á pólitískan vettvang dagsins.66
Á fundum voru rædd réttindamál kvenna og atvinnuskilyrði,
skattamál hjóna, launamál kvenna, almannatryggingar, ríkisborgara-
réttur kvenna sem giftust erlendum mönnum og þjóðfélagslegt van-
mat á störfum húsmæðra. Hið síðastnefnda var Önnu afar hugleikið.
»Skaðlegustu afleiðingarnar af þeim fáránlegu skoðunum, að gift
kona sé framfærð og þar af leiðandi ekki vinnandi manneskja, er sú,
að langþreyttar húsmæður eru oft og einatt taldar vera haldnar
ímyndunarveiki . . . Hversu margar konur skyldu hafa neytt allrar
°rku til þess að reyna að afsanna ímyndunarveikina, sem þær voru
álitnar haldnar af, en ofþreyta þjáði og bættu þær því gráu ofan á
svart.“87 Til þess að sýna fram á að konur lögðu fram verðmæti í
þjóðarbúið sem hvergi væri reiknað með stóð Anna fyrir því árið
1951 að flestar húsmæður í félaginu skrifuðu upp saumaskap sinn á
árinu til þess að fá hann metinn á sama hátt og á námskeiðum KÍ.
Saumaskapurinn var metinn á samtals kr. 24.570.-, alls 458 stykki
stór og smá, þar af 296 á börn en 27 börn voru á framfæri þessara
kvenna. Sú hugsun verður áleitin hvort áhugi Önnu á gildi húsmóður-
starfa hafi ekki vaknað eða að minnsta kosti eflst við að kynnast sjó-
mannskonunum á Eskifirði sem flestar voru húsmæður og báru oft
einar ábyrgð á heimilishaldinu þegar eiginmaðurinn var á sjónum.
Skýr verkaskipting kynjanna var ríkjandi og þátttaka karla í heimilis-
störfum og barnauppeldi var engin. Ekki má heldur gleyma því að
sjálf var hún störfum hlaðin húsmóðir og byggði því á eigin reynslu.
Félagið hélt uppi nánu sambandi og samstarfi við KRFI, sendi full-