Andvari - 01.01.2000, Page 38
36
SIGRÍÐUR TH. ERLENDSDÓTTIR
ANDVARI
trúa á landsfundi félagsins og KRFÍ leitaði umsagnar félagsins um
frumvörp um réttindamál kvenna, til dæmis skatta- og launamál.
Samkvæmt lögum félagsins bar að aðstoða konur við að ná rétti sín-
um og félagið hafði afskipti af barnsfaðernismáli og húsnæðismáli
tveggja kvenna með góðum árangri.
Aður en félagið gekk í SAK 1951 var bætt inn í lög þess grein um
að það vildi stuðla að aukinni þekkingu á málum sem telja má menn-
ingarmál heimilanna, svo sem uppeldis-, skóla-, manneldis- og heil-
brigðismál. í samræmi við það voru haldnir fræðslufundir og blað KÍ
Húsfreyjan var selt á vegum KRFE eins og blað KRFÍ 19. júní. Fé-
lagið sendi fulltrúa á aðalfund SAK árlega. Það má hugsa sér að það
hafi verið skemmtileg tilbreyting fyrir félagskonur og aukið þeim
víðsýni að komast út af heimilunum og ferðast á vegum félagsins,
margar höfðu ekki einu sinni komið á Hallormsstað því að samgöng-
ur voru bágbornar um héraðið.88
Það er til marks um áhuga Önnu og framtak að í upphafi lands-
fundar KRFÍ, sem haldinn var í Reykjavík sumarið 1952, lagði hún
fram lista með 32 spurningum sem fjölluðu um ýmis ákvæði í íslensk-
um lögum varðandi réttarstöðu kvenna. Ólafur Jóhannesson laga-
prófessor flutti ítarlegt erindi og svaraði spurningum. Á fundinum
hóf Anna umræður og gat þess að ríkisstjórnin hefði skipað nefnd til
að gera tillögur um réttarstöðu kvenna hér á landi og taldi rétt að
KRFI veitti henni aðstoð eftir mætti. I ljós kom að hér var um meiri
vinnu að ræða en nokkurn hafði órað fyrir.89
Á þessu tímabili var lægð í kvennabaráttu á íslandi. Þátttaka
kvenna í stjórnmálum var lítil og olli það mörgum konum þungum
áhyggjum. Fyrir hverjar kosningar reyndu stjórnarkonur í KRFÍ að
beita áhrifum sínum með því meðal annars að skrifa þingmönnum
bréf og hvetja flokkana til að setja konur í örugg sæti á framboðslist-
um sínum. I kosningunum 1949 voru þær Kristín L. Sigurðardóttir,
hálfsystir Önnu, og Rannveig Þorsteinsdóttir kosnar á þing og var
frá upphafi góð samvinna milli þeirra og KRFÍ. Anna hafði náið og
gott samband við hálfsystur sína og þær skrifuðust á meðan Anna
var á Eskifirði. Enn fremur var Rannveig góð vinkona Önnu.90 Er
hugsanlegt að framgangur þeirra hafi gefið Önnu byr undir vængi?
En hægt miðaði í jafnréttisátt og í kosningunum 1953 var engin kona
kjörin á þing, Kristín kom þó inn sem varamaður öðru hvoru.
Velferðarmálin voru aldrei langt undan, mæðrahyggjan lifði góðu