Andvari - 01.01.2000, Page 39
andvari
ANNA SIGURÐARDÓTTIR
37
lífi og umhyggja fyrir öðrum var í fyrirrúmi. Til marks um það er að
á þinginu 1951 lagði Rannveig Þorsteinsdóttir fram frumvarp um for-
fallahjálp húsmæðra. Frumvarpið kvað á um að veita hjálp á heimil-
um um stundarsakir vegna sjúkdóma, barnsburðar, slysa, dauðsfalla
eða af öðrum ástæðum. Þetta var nýmæli og hlaut góðar viðtökur á
þingi, var meira að segja nefnt þar „gott hugsjónamálu.yi Frumvarpið
var vel undirbúið og til hliðsjónar höfð lög og reglugerðir frá hinum
Norðurlöndunum um þetta efni og vitneskja um framkvæmd laganna
í Danmörku. Þegar lög um heimilishjálp í viðlögum, eins og þau hétu
í endanlegri mynd, tóku gildi 195292 beitti KRFE sér fyrir samvinnu
allra kvenfélaga á Eskifirði um að nýta þessi lagaákvæði. Málið var
þungt í vöfum, félögin sendu sameiginlega áskorun til hreppsnefndar
°g fengu vinsamlegar undirtektir en við ramman var reip að draga
°g framkvæmdir urðu engar að sinni. Þá reyndu félagskonur eftir
rnegni að hvetja til eftirlits með því að gildandi reglum um útiveru
barna og unglinga á kvöldin og aðgang þeirra að skemmtunum, öl-
stofum og öðru væri fylgt. Enn fremur að ný reglugerð um barna-
vernd yrði samin og skorað var á hreppsnefnd að koma upp barna-
leikvöllum. Viðbrögð voru dauf þar til safnað var undirskriftum for-
eldra að komið var upp einum leikvelli í bænum.
Anna var seinna spurð að því hver útkoman væri ef bera ætti sam-
an KRFE og Rauðsokkahreyfinguna sem kom til sögunnar tveimur
áratugum síðar í Reykjavík. Hún svaraði þá að vitundarvakning hjá
verkakonum og sjómannskonum væri allt annað en hjá hámenntuð-
um konum eða stúlkum á menntabraut eins og margar voru meðal
rauðsokka, grundvöllurinn væri gjörólíkur.93
Anna tók þátt í starfi KRFÍ á árunum eystra eins og hér hefur
komið fram. Hún sat fundi fulltrúaráðs félagsins í Reykjavúc 1950 og
1954 og eftir að hún var flutt suður sótti hún fund fulltrúaráðsins
sumarið 1958 og fjallaði á öllum fundunum um gildi húsmóðurstarfa.
Á síðastnefnda fundinum var því lýst yfir að störf húsmóður að
heimilishaldi og barnauppeldi væru eins þýðingarmikil og verðmæt
fyrir þjóðfélagið og hvert annað starf sem þjóðarbúið byggðist á og
ályktað að konur skyldu skráðar framfærendur á manntölum. Af
fundinum var send áskorun til forráðamanna fegurðarsamkeppni að
^e8gja þær af, þær „brytu í bága við mannréttindatilfinningu hverrar
bugsandi konu nútímans“ eins og Aðalbjörg Sigurðardóttir komst að
orði.94