Andvari - 01.01.2000, Page 40
38
SIGRÍÐUR TH. ERLENDSDÓTTIR
ANDVARI
Anna sótti landsfundi KRFÍ í Reykjavík 1948, 1952 og 1956 en á
báðum síðarnefndu fundunum gerði hún verðgildi heimilisstarfa að
umtalsefni og skorað var á stjórnvöld að láta rannsaka svo nauðsyn-
legan þátt í þjóðarbúskapnum og ekki yrði lengur við það unað að
húsmæður væru með ýmsum hætti „félagslega, fjárhagslega og í óvið-
eigandi orðalagi“ settar skör lægra en heimilisfeður.93 Anna naut
virðingar á Eskifirði, það var hún sem ávarpaði frú Dóru Þórhalls-
dóttur, konu Ásgeirs Ásgeirssonar forseta, þegar forsetahjónin komu
í opinbera heimsókn til Eskifjarðar í ágústmánuði 1954.96
Eftir að Anna var flutt til Reykjavíkur vorið 1957 dofnaði fljótlega
yfir starfi félagsins þótt hún reyndi jafnvel að fjarstýra því að sunnan.
Þá kom í ljós að lífskraftur félagsins hafði komið frá Önnu, áræði, at-
orka og þrautseigja sem gerðu henni oft kleift að sigrast á hindrun-
um skilningsleysis og tómlætis sem flestir aðrir hefðu gefist upp við.97
Félagið hætti störfum 1963.
Meðan Anna var á Eskifirði skrifaði hún greinar sem birtust í
blöðum og tímaritum. Til þess skorti hana hvorki dómgreind né
þekkingu og hún var prýðilega máli farin. í grein í Samvinnunni um
heimilisstörfin og karlmennina haustið 1953 fjallaði Anna um langan
starfsdag húsmæðra.98 Þar kallar hún vinnutíma húsmæðra eitt alvar-
legasta og vanræktasta vandamál þjóðfélagsins og lagði til að tekið
yrði fullt tillit til sérstöðu kvenna sem mæðra og að heimilisstörfin
væru viðurkennd sem þjóðnýt störf. Að konur jafnt sem karlar hlytu
menntun og störf í samræmi við hæfileika sína og starfskrafta og að
krafan um sömu laun fyrir störf af sama verðmæti kæmist í fram-
kvæmd. Guðrún Gísladóttir vinkona Önnu og stjórnarmaður í KRFÍ
komst svo að orði: „. . . undraðist ég stórlega að nokkur sem stað-
settur var svo úti á hjara veraldar, gat borið fram svo frumlegar og
djarfar skoðanir studdar þekkingu á málum, sem ekki var einu sinni
farið að hugleiða hér fyrir sunnan.“99
Erfitt er að dæma um áhrif greina Önnu en sjálf taldi hún að grein
sem birtist í Tímanum og Þjóðviljanum um sumarmálin 1960 hafi
beinlínis borið árangur.100 í Tímanum nefndist greinin „Ná fjöl-
skyldubætur jafnt til allra?“ Og í Þjóðviljanum „Börnum mismun-
að“. Hún sagðist hafa skrifað þá grein af mikilli innri þörf vegna þess
að stjórn KRFÍ hafði gleymt fyrri samþykktum sínum um fjölskyldu-
bætur. Stjórnin áttaði sig þó áður en langt um leið því að miklir