Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2000, Side 42

Andvari - 01.01.2000, Side 42
40 SIGRÍÐUR TH. ERLENDSDÓTTIR ANDVARI Allan tímann var harður kjarni innan félagsins sem stóð fast á rétti kvenna til mannsæmandi launa til jafns við karla.102 Um miðja öldina vissu konur á íslandi lítið um jafnöldru Önnu, franska heimspekinginn og rithöfundinn Simone de Beauvoir (1908- 1986) og bókina Hitt kynið - Le Deuxiéme Sexe - sem kom út í Frakklandi 1949 og í enskri þýðingu þremur árum síðar. Bókin tók fljótlega eftir það að festa rætur í nágrannalöndunum og breiðast út um allan heim og er ein þeirra bóka sem sett hafa mark sitt á öldina. Fram að þessu hafði enginn fjallað um stöðu kvenna á jafnbyltingar- kenndan hátt og Beauvoir og setningin: „Maður fæðist ekki kona heldur verður kona“ („On ne nait pas femme, on le devient“) hefur haft ómæld áhrif. Meginefni bókarinnar felst í gagnrýni Beauvoir á viðteknum hugmyndum um hlutverk og stöðu kvenna. Þótt skiptar skoðanir hafi verið um viðhorf hennar til kvenna og kvenfrelsis er ljóst að ritið er ein fyrsta viðamikla tilraunin á þessari öld til að lýsa stöðu kvenna í sögulegu og félagslegu ljósi.103 Islensk kvenréttinda- barátta hefur ekki farið varhluta af áhrifum Hins kynsins eins og bent hefur verið á.104 Ljóst er að víða má finna samsömun með hug- myndum Beauvoir og gagnrýni Önnu á stöðu og hlutverk kvenna. Anna starfaði á skrifstofu KRFI sem framkvæmdastjóri 1958- 1964. í þröngu húsnæði félagsins að Skálholtsstíg 7 bar fundum skólasystranna úr Kvennaskólanum, þeirra Sigurveigar Guðmunds- dóttur og Önnu, saman aftur en Sigurveig var í forystusveit félagsins. Anna kynnti sér öll mál og lagði á sig ómælda vinnu fyrir félagið, „og var með framtíðarhugmyndirnar allar“, eins og Sigurveig orðaði það. Þegar grannt er skoðað kemur í ljós að hún átti erfitt uppdráttar inn- an félagsins. Kom þar einkum tvennt til. I fyrsta lagi höfðu konurnar sem fyrir voru í forystu félagsins ekki skilning á því að halda saman skjölum félagsins og töluðu um „þessa smámunasemi í henni Önnu að vera að geyma alla skapaða hluti“ og „vitleysuna úr henni Önnu Sigurðardóttur“.105 Anna vildi viðhafa önnur vinnubrögð og gerði sér grein fyrir gildi heimildanna, fundargerða og skjala, sem vitnisburðar um starfsemi félagsins. Önnur ástæða er vafalaust sú að margar kon- ur í félaginu voru um þær mundir afar flokkspólitískar, harðar deilur voru milli hægri og vinstri kvenna og Anna galt þess að vera vinstri- sinnuð. Kalda stríðið geisaði á þessum árum og markaði djúp spor í sögu Islands jafnt sem annarra landa og hafði sannarlega áhrif á starfið innan KRFÍ. Þótt Anna tilheyrði ekki pólitískum flokki tók
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.