Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2000, Page 44

Andvari - 01.01.2000, Page 44
42 SIGRÍÐUR TH. ERLENDSDÓTTIR ANDVARI sama frá öðrum. Hún kemst svo að orði í bréfi til Halldóru Bjarna- dóttur sumarið 1961: „Það er ekki nóg með það, að við eigum langt í land, heldur eru stór og mikil sker á leiðinni: Valdhafarnir, hagfræð- ingar, lögfræðingar og heimska almennings.“109 Hún var vissulega óánægð með margt hjá KRFÍ. Hún þoldi hvorki athafnaleysi né áhugaleysi „. . . og eitt það alversta er skilningsleysið, sem heldur okkur, sem áhugann höfum og athafnalöngun, alveg bundnum á klafa“, eins og hún komst að orði í bréfi til vinkonu sinnar.110 Það er einmitt upp úr þessum hugrenningum að hún hefur frumkvæði í að fá til liðs við félagið ungar stúlkur sem síðan lögðu grunninn að Úun- um sem mörkuðu þáttaskil í réttindabaráttu kvenna hér á landi eins og áður getur. Anna sat í stjórn KRFÍ frá 1959 til 1969, ýmist sem gjaldkeri, ritari eða í varastjórn. Hún gekk í öll störf og virkjaði fjölskyldu sína. Ás- dís, dóttir Önnu, minnist þess að hafa farið margar ferðir um bæinn til að rukka árgjöld til félagsins.111 Anna starfaði með tveimur for- mönnum, Sigríði J. Magnússon til 1964 og Láru Sigurbjörnsdóttur sem tók við af henni. Um þrjátíu ára skeið, 1937-1968, stóð KRFÍ fyrir útvarpsþáttum til framdráttar stefnumálum félagsins og kynningar á konum og störf- um þeirra. Margar félagskonur komu að því starfi og áhrif þess vandmetin. Mest mæddi á Önnu þegar hún sat í útvarpsnefnd sem sá um 20 mínútna þætti á tveggja vikna fresti yfir veturinn 1960-1964 en þar var fjallað um tryggingamál, atvinnumál, skattamál, barnavernd og refsilög. Jafnframt þessum fasta útvarpsþætti sá KRFÍ um tvær dagskrár á ári, 19. júní og 27. september. Úurnar komu fyrst fram í þessum útvarpsþætti. Félagið vann einnig merkt menningarstarf með útvarpsþáttum sínum því að þar voru frumflutt mörg verk eftir ís- lenskar listakonur.112 Anna varð fyrir miklum áhrifum af samskiptum sínum við er- lendar kvenréttindakonur á sjöunda áratug og fyrri hluta hins átt- unda. Má jafnvel draga í efa að hún hefði beitt sér hér heima eins og raun ber vitni án þeirra samskipta. Hún var fulltrúi félagsins á nokkrum fundum í Alþjóðasamtökunum. Sumarið 1967 var hún boð- in á alþjóðlegt kvennamót sem Húsmæðrasamband Vestur-Þýska- lands hélt í Berlín og komst yfir til Austur-Berlínar í boði kvenna- samtaka þar. í Berlín flutti hún tvö erindi um heilsufar húsmæðra og þjóðarbúskapinn frá sjónarhóli húsmæðra. Seinna um sumarið 1967
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.