Andvari - 01.01.2000, Page 44
42
SIGRÍÐUR TH. ERLENDSDÓTTIR
ANDVARI
sama frá öðrum. Hún kemst svo að orði í bréfi til Halldóru Bjarna-
dóttur sumarið 1961: „Það er ekki nóg með það, að við eigum langt í
land, heldur eru stór og mikil sker á leiðinni: Valdhafarnir, hagfræð-
ingar, lögfræðingar og heimska almennings.“109 Hún var vissulega
óánægð með margt hjá KRFÍ. Hún þoldi hvorki athafnaleysi né
áhugaleysi „. . . og eitt það alversta er skilningsleysið, sem heldur
okkur, sem áhugann höfum og athafnalöngun, alveg bundnum á
klafa“, eins og hún komst að orði í bréfi til vinkonu sinnar.110 Það er
einmitt upp úr þessum hugrenningum að hún hefur frumkvæði í að
fá til liðs við félagið ungar stúlkur sem síðan lögðu grunninn að Úun-
um sem mörkuðu þáttaskil í réttindabaráttu kvenna hér á landi eins
og áður getur.
Anna sat í stjórn KRFÍ frá 1959 til 1969, ýmist sem gjaldkeri, ritari
eða í varastjórn. Hún gekk í öll störf og virkjaði fjölskyldu sína. Ás-
dís, dóttir Önnu, minnist þess að hafa farið margar ferðir um bæinn
til að rukka árgjöld til félagsins.111 Anna starfaði með tveimur for-
mönnum, Sigríði J. Magnússon til 1964 og Láru Sigurbjörnsdóttur
sem tók við af henni.
Um þrjátíu ára skeið, 1937-1968, stóð KRFÍ fyrir útvarpsþáttum til
framdráttar stefnumálum félagsins og kynningar á konum og störf-
um þeirra. Margar félagskonur komu að því starfi og áhrif þess
vandmetin. Mest mæddi á Önnu þegar hún sat í útvarpsnefnd sem sá
um 20 mínútna þætti á tveggja vikna fresti yfir veturinn 1960-1964 en
þar var fjallað um tryggingamál, atvinnumál, skattamál, barnavernd
og refsilög. Jafnframt þessum fasta útvarpsþætti sá KRFÍ um tvær
dagskrár á ári, 19. júní og 27. september. Úurnar komu fyrst fram í
þessum útvarpsþætti. Félagið vann einnig merkt menningarstarf með
útvarpsþáttum sínum því að þar voru frumflutt mörg verk eftir ís-
lenskar listakonur.112
Anna varð fyrir miklum áhrifum af samskiptum sínum við er-
lendar kvenréttindakonur á sjöunda áratug og fyrri hluta hins átt-
unda. Má jafnvel draga í efa að hún hefði beitt sér hér heima eins og
raun ber vitni án þeirra samskipta. Hún var fulltrúi félagsins á
nokkrum fundum í Alþjóðasamtökunum. Sumarið 1967 var hún boð-
in á alþjóðlegt kvennamót sem Húsmæðrasamband Vestur-Þýska-
lands hélt í Berlín og komst yfir til Austur-Berlínar í boði kvenna-
samtaka þar. í Berlín flutti hún tvö erindi um heilsufar húsmæðra og
þjóðarbúskapinn frá sjónarhóli húsmæðra. Seinna um sumarið 1967