Andvari - 01.01.2000, Síða 48
46
SIGRÍÐUR TH. ERLENDSDÓTTIR
ANDVARI
Mikið vantaði á að konur og karlar fengju sömu laun fyrir sömu
störf þrátt fyrir lög um launajöfnuð. Konur höfðu minni menntun en
karlar og 1968 voru þær einungis 8,8% fólks með háskólapróf og
hafði sú skipan ekki tekið verulegum breytingum í tvo áratugi en
konum fjölgaði hlutfallslega meir en körlum í háskólanámi.123
Eins og áður er að vikið beitti Anna sér fyrir starfi æskudeildar
innan KRFI haustið 1962 og vakti mikla athygli með því nýstárlega
framtaki. Aðdragandi að fyrsta fundinum, sem nefndist „Af sjónar-
hóli ungra stúlkna“, var sá að Alþjóðasamtök kvenréttindafélaga
fóru þess á leit við aðildarfélögin að koma upp æskudeildum innan
félaganna. Anna, sem var í góðu sambandi við forystukonur samtak-
anna, átti frumkvæði að stofnun slíkrar deildar innan KRFÍ og allan
heiður af starfi hennar. Á fyrrnefndum fundi var fjallað um jafnrétti í
skólum, einstæðar mæður, hvatningu til menntunar, starfsframa
kvenna, atvinnumál og fleira. Þegar fram í sótti létu ungar stúlkur sí-
fellt meira að sér kveða í félagsstarfinu. Það var margt í deiglunni á
sjöunda áratug og í ljós kom að hugmyndirnar áttu mikinn hljóm-
grunn.
Æskudeildin, sem varð kjarninn í Uunum, var laustengdur hópur
og ekki fjölmennur, líklega innan við 20 talsins, ungar menntakonur
með ólíkar pólitískar skoðanir og mismunandi starfsvettvang, en þær
náðu saman og tóku til óspilltra mála. Sumar ungu stúlknanna höfðu
haft uppi nokkra tilburði við að komast í embætti í MR en án árang-
urs.124 Bein tenging er á milli Uanna og eldri félagskvenna því að í
hópnum voru þær Ásdís, dóttir Önnu, og Guðrún og Gullveig Sæ-
mundsdætur, dætur Sigurveigar. Þær héldu fundi heima hjá hver ann-
arri og fengu gagnrýni, stuðning og hugmyndir.
Haustið 1968 sáu Úur um útvarpsdagskrá þar sem fjallað var um
hlutverk kynjanna í nútímaþjóðfélagi. Var það í fyrsta sinn sem slík
málefni voru rædd á þeim vettvangi. Fyrsta málið sem Úur höfðu
opinber afskipti af var Kvennaskólafrumvarpið svonefnda. í því var
lagt til að Kvennaskólinn í Reykjavík yrði gerður að menntaskóla
fyrir konur með sérstakri áherslu á „kvennafög“. Úurnar vildu að
skólinn útskrifaði stúdenta og væri opinn jafnt piltum sem stúlkum
og sendu þingmönnum greinargerð þar sem frumvarpinu var mót-
mælt, söfnuðu undirskriftum og vöktu umræður um málið í fjölmiðl-
um. Þær töldu frumvarpið ekki samræmast jafnréttis- og frelsishug-
sjónum samtímans og vera spor í afturhaldsátt. Farsælast væri að ala