Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2000, Side 57

Andvari - 01.01.2000, Side 57
andvari ANNA SIGURÐARDÓTTIR 55 kvennafræðanna.149 Á síðustu þremur áratugum hafa fræðimenn um víða veröld gert skipulagðar rannsóknir á sögu kvenna og lífskjörum með bandarískar konur í fararbroddi. Þær hófust í Bandaríkjunum um 1970 við háskólana í San Diego og Cornell og eru nú orðnar afar umfangsmiklar. Þessar rannsóknir hafa leitt í ljós að kvennasaga er bæði mikilvæg viðbót við þekkingu okkar og getur verið nýskapandi. Fjölmennar ráðstefnur eru haldnar og skipulagðar af vísindaráðum og unnið er að þverfaglegum verkefnum í kvennafræðum sem tengj- ast öll nánum böndum. Margrét Guðmundsdóttir hefur rakið þróun kvennasögu sem fræðigreinar í ágætri grein í Sögu 2000, „Landnám kvennasögunnar á íslandi.“ Þar greinir hún frá þremur blómaskeiðum í þróun hennar. Hið fyrsta um og eftir frönsku stjórnarbyltinguna, annað 1880-1930 og hið þriðja með tilkomu nýju kvennahreyfingarinnar á sjöunda áratug 20. aldar. í greininni rekur Margrét allt og skilgreinir sem skrifað hefur verið um kvennasögu hér á landi og er mikill fengur að.150 Árið 1985 stofnuðu konur innan Háskóla íslands Áhugahóp um ís- lenskar kvennarannsóknir. í framhaldi af starfi hópsins var Rann- sóknarstofa í kvennafræðum við Háskóla íslands sett á stofn 1990 og er hún í tengslum við samsvarandi stofnanir víða um heim. Kvenna- fræði eru þverfagleg og taka til rannsókna sem gerðar eru frá sjónar- horni kynferðis og því haldið fram að hugmyndir um kynferði hafi mótandi áhrif á menningu, samfélag og sjálfar rannsóknirnar. Fyrsta hefti af riti Rannsóknarstofunnar, Fléttur, þverfaglegt greinasafn, kom út 1994. Tvær ráðstefnur um íslenskar kvennarannsóknir hafa verið haldnar hér á landi, hin fyrri 1985 og hin síðari 1995.151 Á þess- um 15 árum sem liðin eru frá 1985 hefur rannsóknunum vaxið fiskur um hrygg og vitnaði síðari ráðstefnan um mikla fjölbreytni og grósku í íslenskum kvennarannsóknum. Kvennasaga sem rannsóknarefni hefur hlotið viðurkenningu þótt enn kunni að vera langt í land að saga kvenna verði talin jafnsjálfsögð og jafngott og gilt viðfangsefni °g saga karla í almennum sagnfræðirannsóknum. Haustið 1996 hófst kennsla í kvennafræðum sem aukagreinar til BA-prófs við Háskóla íslands. Árið 1998 breyttu kvennafræði um nafn og urðu kynjafræði því að kvennafræði þóttu ekki ná að endurspegla breytingar sem °rðið höfðu á fræðunum. Sögu kvenna verða ekki gerð full skil nema með báðum kynjum - kynjasögu. Viðfangsefnið var ekki lengur ein-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.