Andvari - 01.01.2000, Síða 60
58
SIGRÍÐUR TH. ERLENDSDÓTTIR
ANDVARI
Árið 1984 kom út ritið Ljósmœður á íslandi /-// í ritstjórn Bjargar
Einarsdóttur. Þar birtist ritgerð Önnu „Úr veröld kvenna - Barns-
burður“, 160 blaðsíður, mikið safn heimilda um barnsfæðingar frá því
á miðöldum til nútímans, starf ljósmæðra, ljósmæðrafræðslu, með-
göngu, fæðingar og allt sem snerti barnsburð frá upphafi byggðar
fram til loka 20. aldar. Um sængurkonur og viðhorf til þeirra í ka-
þólskum sið og lútherskum og um yfirsetukonur í kirkjutilskipunum
og handbókum presta. Fjallað er um menntun ljósmæðra og sögu
Ijósmæðrastéttarinnar, réttindi og skyldur ljósmæðra, ljósfeður og
lækna, þjóðtrú og hindurvitni í sambandi við fæðingar, ungbarna-
dauða og fæðingarstofnanir allt til þess að Kvennadeild Landspítal-
ans var opnuð 1976.158
Anna var nú komin á fullan skrið og ári síðar, á lokaári kvenna-
áratugarins, kom út ritið Vinna kvenna á Islandi í ellefu hundruð ár,
hátt á fimmta hundrað síður. Undirtitill er Ur veröld kvenna II. Við-
fangsefnið hafði lengi verið Önnu hugstætt, hún flutti til að mynda
fjögur erindi í Ríkisútvarpið í marsmánuði 1975 um íslenskar verka-
konur í 1100 ár. Anna gefur yfirlit yfir sögu íslenskra kvenna frá mið-
öldum til lýðveldisstofnunar 1944 og styðst við ritaðar heimildir eins
og miðaldabókmenntir, annála, ævisögur, lagasöfn, fræðirit, óbirtar
ritgerðir og munnlegar heimildir. Fjallað er um húsmæður, þjónustu-
störf, matargerð, vinnuaðstæður, kjör, laun og ný störf á 20. öld.
Gunnar Karlsson skrifaði um bókina: „En hér er það komið, heimilda-
safnið sem þarf til þess að hægt sé að skrifa skipuleg yfirlitsrit um at-
vinnusögu íslenskra kvenna og taka vinnuframlag kvenna með í rit-
um um almenna atvinnu- og alþýðusögu. Enginn getur lengur notað
heimildaskort sem afsökun fyrir því að sleppa hlut kvenna í þess
konar riti.“159 í bókinni snýst Anna gegn ríkjandi vanmati á vinnu
kvenna en hún var einna fyrst til að vekja máls á verðgildi heimilis-
starfa hér á landi eins og áður er að vikið. Heimilisstörfum er skipu-
lega lýst, svo og verkaskiptingu karla og kvenna og vekur bókin
margar spurningar.
Árið sem Anna varð áttræð, 1988, kom út bókin Allt hafði annan
róm áður í páfadóm. Nunnuklaustrin tvö á íslandi á miðöldum og
brot úr Kristnisögu, þriðja verkið í Veröld kvenna, rúmar fjögur
hundruð síður. Fram að þessu höfðu sagnaritarar það hver eftir öðr-
um að um nunnuklaustrin væru engar heimildir og sögu nunnu-
klaustra á íslandi í kaþólskum sið hafði ekki verið gerð skil. í ritinu er