Andvari - 01.01.2000, Page 61
andvari
ANNA SIGURÐARDÓTTIR
59
fyrst fjallað um nunnuklaustrin tvö, Kirkjubæjarklaustur, stofnað
1186, og Reynistaðarklaustur, stofnað 1295, bæði af reglu heilags
Benedikts, til siðaskipta. Helstu heimildir eru annálar, fornbréf,
Sturlunga saga og biskupasögur. Anna segir frá abbadísum og nunn-
um og starfi þeirra og veltir fyrir sér uppruna þeirra og ætterni og
tengslum við biskupa og höfðingja. Þá er fjallað um máldaga klaustr-
anna og hvað lesa má um lífið í klaustrunum. Nunnuklaustur annars
staðar í Evrópu koma við sögu svo og menntun kvenna. Loks er sagt
frá Maríu Guðsmóður og helgum meyjum og birt kvæði um þær frá
ýmsum tímum.160
Auk þeirra miklu ritverka sem hér hafa verið talin birtust ritgerðir
eftir Önnu í erlendum ritum. í ritgerðinni „Islandske kvinders öko-
nomiske retslige stilling i middelalderen“161 gefur Anna yfirlit yfir
þær reglur sem giltu um efnahagslega réttarstöðu kvenna í íslenskum
lögum á þjóðveldisöld og vitnað er til dæma um þær í íslendingasög-
um og öðrum heimildum.162
Ritgerðina „„Ret er at en kvinde lærer ham at döbe et barn.“ Om
dáb, konfirmation og faderskab i Island i middelalderen,“ samdi
Anna fyrir sagnfræðingaráðstefnu í Skálholti 1981.163 í ritgerðinni er
fjallað um lagalega stöðu íslenskra kvenna í helgisiðum kirkjunnar á
miðöldum og fram yfir siðaskipti, helgisiði eins og skírn og fermingu.
Bent er á valdaleysi mæðra gagnvart útburði nýfæddra barna. I Is-
lendingasögum eru mörg dæmi um að mæður velji börnum sínum
nafn og ausi vatni en í kristinrétti Grágásar var konum bannað að
skíra börn nema brýna nauðsyn bæri til. Eftir siðaskipti máttu Ijós-
niæður skíra börn sem ekki var hugað líf en það leyfi var aflagt á síð-
ari hluta 19. aldar. Anna fjallar um guðsifjar og afleiðingar þeirra
fyrir bæði konur og karla á giftingaraldri og telur að þessar ströngu
siðareglur hafi átt þátt í frillulífi á miðöldum.164
Lokaorð
Þegar við heyrum nafn Önnu Sigurðardóttur kemur Kvennasögusafn
íslands fyrst fram í hugann. Við sjáum fyrir okkur brautryðjandann
sem stofnaði bókasafn heima hjá sér á fyrsta degi kvennaáratugar
1975 og veitti því forstöðu til dauðadags, eða í 21 ár. Við sjáum fyrir