Andvari - 01.01.2000, Page 63
andvari
ANNA SIGURÐARDÓTTIR
61
varð hún einna fyrst til að vekja athygli á verðgildi húsmóðurstarfa
og var sjálf húsmóðir, eiginkona og móðir.
Anna var ekki langskólagengin en menntaði sig sjálf, las og lærði
upp á eigin spýtur alla ævi og setti sig vel inn í hin fjölmörgu áhuga-
mál sín og gerði fyrst og fremst kröfur til sjálfrar sín. Hún var ein-
beitt, næm og skapheit og óþreytandi í starfi fyrir þær hugsjónir sem
hún helgaði líf sitt. Þótti henni einatt ganga seint þegar hún fann
ekki sama eldmóðinn hjá öðrum og sjálfri sér. Hún var vel gefin,
minnug og jákvæð. Hún lét ekki hugfallast þótt hún yrði fyrir and-
stöðu vegna ákafa síns og málafylgju sem gat boðið heim þeirri
hættu að aðrir, sem ekki voru jafnfærir eða viljugir og hún sjálf, not-
færðu sér kapp hennar sjálfum sér til framdráttar. Hún var marksæk-
m og ósérhlífin og reiknaði með því sama frá öðrum.
Anna hlaut heiður og margar viðurkenningar fyrir störf sín í þágu
kvenréttinda og fræðistarfa. Hún var kjörin heiðursfélagi í Kvenrétt-
indafélagi íslands 1977, Bókavarðafélagi íslands 1985, Kvenfélaga-
sambandi íslands 1990 og Sagnfræðingafélagi íslands 1991 fyrir
„ómetanlegt framlag til kvennafræða“. Árið 1978 hlaut hún riddara-
kross fálkaorðunnar og 1987 var hún heiðruð af Konunglega norska
vísindafélaginu. Anna hlaut heiðursdoktorsnafnbót við heimspeki-
deild Háskóla íslands, fyrst íslenskra kvenna, á 75 ára afmæli skólans
4- október 1986. Við sama tækifæri var Margrét Þórhildur Dana-
drottning gerð að heiðursdoktor við Háskóla Islands. Þá er þess að
geta að 1980 kom út greinasafnið Konur skrifa til heiðurs Önnu Sig-
urðardóttur, var það í fyrsta skipti sem bók var skrifuð til heiðurs
konu á íslandi.
Það fer vel á að Helga Kress eigi síðasta orðið: „Anna Sigurðar-
dóttir var landnámskona. Hún var Unnur djúpúðga íslenskra kvenna-
fræða. Hún nam land „svo víða sem hún vildi“ og deildi með sér af
örlæti og stórhug. Henni auðnaðist að ná hárri elli og halda andlegri
reisn til hinsta dags.“165