Andvari - 01.01.2000, Page 71
gunnar kristjánsson
Kirkjan í keng
Hugleiðingar um þróun íslensku þjóðkirkjunnar
á tuttugustu öld.
Inngangur
Lúther sagði að maðurinn væri „kengboginn inn í sjálfan sig“ (incurvatus in
Se)- Það er mannskilningur hans í hnotskurn, en markmið boðunarinnar
væri að leysa manninn, rétta úr honum, gefa honum nýja von og nýjan
kraft til að lifa. Kirkjan hefur það hlutverk með höndum að varðveita
þennan boðskap og koma honum til skila í orði og verki. Sjálf hefur hún
samt oft verið hálfbogin og fjarri því að vera eins keik og ætla mætti og
yera ætti. Þótt framsæknum guðfræðingum finnist að kirkjan ætti að vera í
fararbroddi, mótandi mótendur samfélagsins á hverjum tíma, þá er veru-
leikinn oftastnær annar. Hvernig er íslenska þjóðkirkjan um þessi aldamót,
skoðuð með hliðsjón af sögu liðinnar aldar? í þessari grein verður gerð til-
raun til að draga fram fáeina megindrætti í þeirri sögu.
Um síðustu aldamót átti kirkjan sterk ítök í þjóðlífinu. Prestarnir nutu
trausts og virðingar. Prestssetrin voru helstu menningarmiðstöðvar hins
gamla samfélags og prestarnir voru hreyfanleg stétt sem flutti með sér
hefðir og siði. Prestskonurnar höfðu mikilvægum störfum að gegna og báru
UPPÍ þá þætti menningarinnar sem vissu að konum, að heimilishaldi og
uPpeldi. Það þóttu sérréttindi að fá starf sem vinnukona á prestssetrinu.
Ueimilisbragurinn þar var á margan hátt mótandi.1 Áhrif kirkjunnar voru
niikil og mátti með sanni segja að hún hafi verið mikil menningarstofnun.
Eins og oftastnær átti kirkjan við andstreymi að etja um síðustu aldamót
en í hennar röðum voru öflugir prestar sem voru í forystu í íslensku þjóð-
hfi, í stjórnmálum og atvinnumálum, fræðslumálum og félagsmálum og
reyndar í menningarlífi þjóðarinnar almennt. Sumir þeirra voru framsæknir
°g hugrakkir menn, þar á meðal var séra Páll Sigurðsson (1839-1887)
Prestur í Gaulverjabæ, sem dó fyrir aldur fram, en skildi eftir sig merkar
Predikanir sem lýsa framsæknum og raunhæfum hugmyndum. Það örlar á