Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2000, Síða 80

Andvari - 01.01.2000, Síða 80
78 GUNNAR KRISTJÁNSSON ANDVARI hann, um nýtt líf og nýjan tilgang, um nýtt samfélag. Það samræmist því ekki eðli hennar að vera hlutlaus. Hún á að leiðbeina fólki til þess að taka afstöðu í erfiðum málum, t. d. í siðferðislegum efnum, og taka afstöðu sjálf í mikilvægum málum. Ekkert svið þjóðlífsins er undanþegið því erindi sem kirkjan telur sig eiga við einstaklinga og samfélag. Kirkjan hefur margar leiðir til að hasla sér völl að nýju innan íslensks samfélags með því að vera túlkandi, greinandi og leiðbeinandi. Henni eru allar leiðir færar til að hafa áhrif á hinum pólitíska vettvangi (án þess að lenda í hinni flokkspólitísku orrahríð), henni standa allar dyr opnar til að láta um sig muna í umræðu um siðfræðileg málefni samtímans, í hvers kyns menningarumfjöllun og félagsmálastarfi. En til þess þarf fræðilega undir- stöðu sem fæst ekki án opinnar og markvissrar umræðu á vettvangi kirkj- unnar og víðar. Kirkjan hefur farið aðra leið og horfið í sívaxandi mæli inn í sjálfa sig, búið sér athvarf í eigin sögu og eigin arfi og eigin heimi. Þetta innhverfa viðhorf kemur m. a. fram í bréfi frá 10. júlí 2000 sem biskup ritaði prestum landsins eftir kristnihátíð á Þingvöllum: „ Við skulum ekki láta neikvæða umrœðu um hátíðina skyggja á gleði okkar. Það vantaði vissulega á fjölda þátttakenda. En það fólk, sem þarna var, það var kirkjufólkið í landinu, hin trúföstu, virku og dyggu sóknarbörn kirkjunnar sem ekki bregðastÞ Hér verður ekki annað sagt en farið sé að slakna á hugmyndafræði þjóðkirkj- unnar sem flokkar ekki sóknarbörnin, hvorki með þessum hætti né öðrum. Það er einnig vafasöm lúthersk kirkjuguðfræði að skilja hafrana frá sauð- unum. Þótt kirkjan hafi hægt og sígandi stefnt til einangrunar í þjóðlífinu hefur hún haldið velli með því að standa vörð um helgiathafnir á tímamótum í ævi einstaklinga, fjölskyldna og samfélags. Reyndar var það eitt megin- hlutverk hennar alla öldina að sjá einstaklingum og samfélagi fyrir helgi- siðum auk þess að standa vörð um þau grundvallargildi í hinu kristna þjóð- ríki sem flestir voru einhuga um. Hún sá hverjum og einum fyrir viðmiðun í siðferðislegum efnum, kom reglu á líf hans og lífsferil, setti sorg og gleði, fæðingu og andlát í samhengi hvert við annað og við lífið í heild; og hún gaf öllu merkingu og innihald. Þessu hlutverki hefur hún haldið og verið um- gjörð utan um líf manna, einnig þeirra sem eru tvístígandi í málefnum trú- arinnar. Hún hefur staðið sig allvel á þessu sviði og notið trausts þjóðarinn- ar. Sem hægfara helgisiðastofnun hefur hún unnið sitt verk óháð allri um- ræðu um málefni dagsins, vísað á hin gömlu gildi í síbreytilegum heimi og stundum fallið í þá gryfju að líta á sjálfa sig sem bjargið alda, óbifanlega og nánast óskeikula í ráðvilltum heimi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.