Andvari - 01.01.2000, Síða 81
ANDVARI
KIRKJAN I KENG
79
Lokaorð
Niðurstaðan af þessum hugleiðingum gæti því litið svona út: Kirkjan hefur
þróast frá því að vera alhliða menningarstofnun í íslensku samfélagi þar
sem prestar gegndu fjölþættu hlutverki innan kirkju og samfélags. Hún hef-
ur þróast í þá áttina að helga sig helgiathöfnum og skapa sér með þeim
hætti ímynd sem hæfir þeirri guðfræði sem hún hefur helst iðkað á síðari
hluta aldarinnar, þ.e.a.s. íhaldssamri guðfræði. Hún hefur öðrum þræði ein-
uugrast frá þjóðinni með því að vera fjarri vettvangi þegar um málefni sam-
félagsins er að ræða en hins vegar haldið fast stöðu sinni sem stofnun sem
fæst við helgisiði. Því hlutverki mun hún vafalaust gegna með þokkalegum
sóma um ókomin ár.
Kengbogin kirkjan heldur á ný út í óvissu nýrrar aldar, lúin eftir mikil af-
uiælishátíðahöld. Jesaja spámaður þekkti vanmátt hinna útvöldu: „Stælið
hinar máttvana hendur, styrkið hin skjögrandi kné“ (Jes. 35:3). Hvort
henni tekst að rífa sig út úr gamla tfmanum og rétta úr bognu baki og
hrjótast út úr eigin heimi eins og henni tókst um síðustu aldamót mun tím-
irin leiða í ljós.
HEIMILDIR
Arngrímur Jónsson, „Lítúrgísk hreyfing á Suðurlandi.“ Afmælisrit Prestafélags Suðurlands.
1987.
henjamín Kristjánsson, íslenzkir guðfræðingar /-//, Reykjavík 1947.
Gunnar Kristjánsson, „Karismatíska hreyfingin." Kirkjuritið 1991, bls. 30-42.
Gunnar Kristjánsson, „Lífsviðhorf síra Matthíasar." Skírnir vor 1987, bls. 15-40.
unnar Kristjánsson, „Safnaðaruppbygging, framsöguerindi á Prestastefnu 1989.“ Kirkjurit-
ið 55. árg. 3.-4. hefti 1989, bls. 49-62.
agnús Jónsson, Alþingi og kirkjumálin 1845-1943, Reykjavík 1952.
j'lutthías Jochumsson, Bréf Matthíasar Jochumssonar, Akureyri 1935.
utlhías Jochumsson, Bréf Matthíasar Jochumssonar til Hannesar Hafsteins, Reykjavík
Í959. 36.
étur Pétursson, „Þjóðkirkja, frelsi og fjölbreytni." Kristni á íslandi IV, höfundar: Þórunn
Valdimarsdóttir og Pétur Pétursson, Reykjavik 2000, bls. 197-421.
'gurður A. Magnússon, Sigurbjörn biskup, Reykjavík 1988.
'gurður Sigurðarson, „Ásýnd kirkjunnar hefur minnkað." Kirkjuritið 50. árg. 1984,1. hefti,
bls. 19-22.
'gurður Árni Þórðarson, „Kirkjurit í hálfa öld.“ Kirkjuritið 50. árg. 1984, 3.-4. hefti bls. 6-
45.
^órunn Valdimarsdóttir, „Öld frelsis, lýðvalds og jafnaðar." Kristni á íslandi IV, höfundar:
Þórunn Valdimarsdóttir og Pétur Pétursson, Reykjavík 2000, bls. 11-195.