Andvari - 01.01.2000, Page 83
eysteinn þorvaldsson
Farandskáldið
Hannes Sigfússon og Ijóðlist hans
I endurminningum sínum greinir Hannes Sigfússon frá því að Steinn Stein-
arr hafi skapað honum skáldskaparörlög á tvennan hátt: „Fyrst kom hann
mér í snertingu við nýtt og framandi ljóðmál með því að hvetja mig til þýð-
lnga, og síðan vísaði hann mér á staðinn þar sem langþrúguð skáldhneigð
mín átti að bera blóm.‘l1
Hið nýja, framandi ljóðmál var Eyðilandið (The Waste Land) eftir T.S.
Eliot og staður hinnar skáldlegu blómgunar var Reykjanesviti þar sem
Hannes orti ljóðin í Dymbilvöku. Vinátta þeirra Hannesar og Steins hófst í
Stokkhólmi haustið 1945 eftir miður vinsamlegt viðmót Steins í upphafi.
Vináttan entist meðan báðir lifðu.
Hannes Sigfússon fæddist í Reykjavík 2. mars 1922. Hann einsetti sér
Þegar á unglingsárum að verða rithöfundur; hann ætlaði sér að verða skáld-
Sagnahöfundur og hann skrifaði reyndar tvær skáldsögur síðar á ævinni.2
^egar hann var sextán ára fékk hann að lesa frumsamda smásögu í út-
varpið og köllunin yfirgaf hann ekki eftir það. Hann hætti í gagnfræðaskól-
anum á miðjum vetri og hóf þrautagöngu hins snauða, eirðarlausa farand-
skálds sem hann lýsir í endurminningabókum sínum. En þrátt fyrir ásetn-
lng sinn um skáldsagnaritun varð Hannes Sigfússon ljóðskáld, kannski
nauðugur viljugur; ljóðlistin hreif hann á sitt vald þegar henni þóknaðist og
stundum var langt á milli ljóða.
Skáldskaparferill Hannesar er sérkennilegur og í rauninni er það undr-
unarefni að hinn ástríðufulli rithöfundarmetnaður hans frá unglingsárum
skyldi verða að veruleika. Hvernig tókst honum að verða eitt mikilhæfasta
nutímaskáld íslands? Hvaðan kemur honum þetta máttuga, frjósama
tungutak og sú myndvísi sem einkennir ljóð hans? Svarið liggur ekki í aug-
uui uppi og fæst tæpast í endurminningabókum hans. Hann stundaði ekki
sjalfsnám í bókmenntafræðum né kynnti hann sér skáldskaparkenningar
e/tir að hann flýði þrautleiðinlegt skólanám 16 ára gamall árið 1938. Næstu
lu ar fóru í iðjuleysi, flökkulíf og íhlaupastörf: hreingerningar, innheimtu,
refafóðrun, sölumennsku - og slark. Skáldskaparlöngunin bilaði hinsvegar