Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2000, Page 85

Andvari - 01.01.2000, Page 85
andvari FARANDSKÁLDIÐ 83 Æð í eigin barmi En hér voru örlög ráðin; skáldskaparæðin hafði vissulega opnast eftir all- langa mæðu. Blóðið tók að renna eftir átökin við Eyðilandið. „Borgarnótt- in“ er frábært byrjandaverk og fágætt ljóð í íslenskum skáldskap á þeim tíma. Drungalegar borgarmyndir ljóðsins minna á þá „Unreal City“ í brúnni þoku vetrardögunar þegar múgur hinna dauðu „flæðir“ um stræti borgarinnar í Eyðilandinu. Myndhverfingar Ijóðsins og nýgervingar eru listilega smíðaðar, en kenniliði líkinganna verður lesandinn að finna af eig- irr hyggjuviti. Vísbending um heildarmynd ljóðsins felst í „strætunum gráu“ en með titli ljóðsins réttir skáldið fram lykilinn að hinum framandlegu myndhverfingum.8 Það leið hinsvegar hálft ár uns æðin opnaðist að nýju og þá orti Hannes »Nóttin í silkivöggu allra veðra“.9 „Pað var eitthvað á seyði, en ég vissi ekki hvað. Og beið átekta. En biðtíminn var svo undarlega langur.“10 Nú var hinsvegar svo komið að við yrkingu þessara tveggja ljóða hafði hann °rðið „var við torkennilegan æðaslátt inni í rifjahylkinu“." Steinn Steinarr þótti víst aldrei athafnasamur eða dugmikill fram- kvæmdamaður, a. m. k. ekki fyrir sjálfan sig. En nú var aftur komið að honum að búa í haginn fyrir hinn unga vin sinn. Og það gerði hann eins og sjálfsagt væri þótt aðferðin væri einkennileg og allt að því ævintýraleg. Hann tekur Hannes með sér til Grindavíkur síðsumars 1948 og þaðan fara þeir fótgangandi út í Reykjanesvita. Fyrir tilverknað Steins gerðist Hannes kauplaus aðstoðarmaður vitavarðarins næsta vetur (1948-49) og hugðist nú enn gera atrennu að ritun skáldsögu í tómstundum og friði útkjálkans en allar fyrri tilraunir hans í þessa veru höfðu misheppnast. Hann réð þó ekki við skáldsagnagerðina frekar en fyrri daginn vegna ásækni ljóðformsins og fylltist örvæntingu. Pessari baráttu lýsir hann svo: „Það var gamla sagan: Orð hnýtti ég saman í möskva í stað þess að teygja lopann og tvinna hann saman í söguþráð - rýndi síðan í möskvana eins og nærsýnn prófarkalesari Uns ég sat fastur í einum þeirra. Pað voru vinnubrögð ljóðskálds og ekki skáldsagnahöfundar. En það gat ég ekki skilið. Pað gat ég með engu móti Sastt mig við.“12 En hér gáfust engin grið; ljóðlistin sleppti ekki tökum á honum. Vöku- n®turnar í vitanum „leystu úr læðingi undarlega runu orða og setninga sem °ftast virtust vera úr samhengi eins og þegar talað er upp úr svefni.“13 Hann líkir því við að orðin falli niður á pappírinn í dropatali eins og úr lek- Urr> krana og renni saman í ljóð sem lýsa hugrenningum hans um eigin reynslu, um hildarleik heimsstyrjaldarinnar og nýjan vígbúnað og svo oiandast þessu myndir af vitanum, sjó og skipum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.