Andvari - 01.01.2000, Page 94
92
EYSTEINN ÞORVALDSSON
ANDVARI
fyrir hrúðurkarla. Pað eru nöfn bundin
við hvert flak eins og litlar veifur sem
blakta í vindinum: Thomas Moore, Hegel, Nietzsche
Gandhi, Karl Marx og Engels, Rousseau
og skonnortan Hitler með haka
krossinn og hauskúpuna. Par er líka vofa
Stalíns.
Kenningakerfin hafa brugðist manninum og leitt hann á villigötur. Gallinn
við heimsmyndina var sá að maðurinn sjálfur gleymdist. Um það er fjallað í
ljóðinu „Myndþraut“ með skarpri heildarlíkingu. Þegar öllu púsluspilinu
hefur verið raðað saman, þá reynist vera gat í miðju heimsins: „Ég saknaði
mannsins. Myndbrot hans / var hvergi að finna.“
Það eru önnur hugðarefni en pólitísk sannfæring og kalt stríð sem orðin
eru áleitnari í Örvamæli: tilvera nútímamannsins, mannleg samskipti, tóm-
leiki og firring borgarlífs, náttúran. Nútímamaðurinn og venjustrit hans er
til umræðu í ljóðinu „Steinar Sísífúss“ með snjallri vísun til hinnar grísku
goðsögu. Þessara hugðarefna gætir raunar þegar í sumum ljóða Jarteikna,
t. d. ljóðinu „Engin tíðindi spyrjast“ sem hefst svo:
Allt er fjarverandi
Engin tíðindi spyrjast
Tómir speglarnir horfast í augu
og hörfa hver fyrir öðrum
Tómleikakenndin er slík að maðurinn reikar um eins og framliðin vera og
aðgreinist frá draugum einungis með því að fella skugga.
Eftir heimkomuna
Hannes hafði dvalist í Noregi í meira en þrjátíu ár þegar hann sneri loks
heim 1988, þar af síðasta aldarfjórðunginn óslitið. Hin norska eiginkona
hans var látin og nú hvarf förumaðurinn að nýju til ættlandsins. Hér urðu
örlagarík tímamót í lífi skáldsins. Þetta var heimkoma í tvennum skilningi:
til Islands og til skáldskaparins. Á heimkomuárinu kom sjötta ljóðabók
hans út, Lágt muldur þrumunnar. Þrjár bækur í viðbót komu frá hans hendi
á þeim níu árum sem hann átti eftir ólifuð: ljóðabækurnar Jarðmunir 1991
og Kyrjálaeiði 1995 og skáldsagan Ljósin blakta 1993. Hannes gekk í endur-
nýjun skáldskapardaganna á þessum síðustu æviárum sínum á ættjörðinni.
Hann hitti líka æskuástina sína á ný, stúlkuna sem Dymbilvaka var tileink-
uð með enn dularfyllri táknum en ríkja í ljóðum bókarinnar. Endurfundirn-