Andvari - 01.01.2000, Page 97
andvari
FARANDSKÁLDIÐ
95
endurfundunum við ættjörðina; - miklu fremur varfærni, jafnvel tortryggni,
blandin nokkurri eftirvæntingu. Þess var einnig að vænta að ljóðsköpunin,
sem vitjaði Hannesar á ný, yrði að yrkisefni. Tíu árum eftir að hann hafði
kastað frá sér öllum skáldskapargrillum ævinnar vaknar hann upp við
veðrahljóð og einhverja óeirð í náttúrunni:
Lágt muldur þrumunnar í fjarska
Ógreinilegt
Eins og í svefnrofum
Mold hrynur
Strjálir hnullungar
Stórgrýti
Einhver er á ferð í brattri skriðu
og fer mikinn
[...]
Hann talar tungum
og tekur ljósmyndir af eigum mínum og angist
Pegar hann er farinn rís ég upp
við dogg27
Bæði fyrr og síðar orti Hannes margt um skáldskapinn, tilurð hans, sköp-
Unarferli og vandamál.
Þau yrkisefni sem mest kveður að í ljóðabókunum þremur eftir heim-
komuna eru: náttúran, hverfulleiki lífs, tíminn sem rennur til þurrðar,
sjálfsmynd öldungs og feigð — öllu fléttað saman í æðrulausan vef en oft
nieð tregafullu ívafi, t. d. í ljóðinu „Morgunraunir ferðalangs" ,s:
Pegar ég geng til móts við sólina
virðist mér ævinlega togna úr skugga mínum
eins og löngum trefli
sem hefur flækst í villikjarri
langt að baki
Eitthvað herðir að kverkum
Ljóðin um ellimörk og feigð eru langflest í Kyrjálaeiði. Augljóst er að
skáldið hefur skynjað aðför dauðans og túlkar hana með sinni traustu
myndvísi, svo sem í ljóðinu „Gamalt skrifborð“:
Sólstafað borð og hönd mín
krossfest af gluggapóstsskuggum
og skinin að bláum æðum