Andvari - 01.01.2000, Page 103
andvari
FARANDSKÁLDIÐ
101
f*að gerir Hannes í „Ljósvakanum“ (Örvamælir), skemmtilegu ljóði þar
sem ljósvakinn vakir yfir myrkum heimi, og séð ofanfrá er jörðin „spegil-
mynd af festingunni með þekktum / stjörnumerkjum“. Þessi stjörnumerki
eru í rauninni stórborgir jarðar, „allt bliksterkar fastastjörnur á hinu / vold-
uga hjóli sköpunarverksins“.
Tölvan er eitt af helstu töfratólum tækninnar á 20. öld. Hannes yrkir
fyrstur íslenskra skálda um þetta fyrirbæri áður en orðið „tölva varð til en
í fyrstu voru ýmsar nafngiftir á kreiki, m. a. „rafeindaheili“. Um nábýli
manns og rafeindaheila orti Hannes í ljóðinu „Enn vekur mig dögunin
(Jarteikn) sem endar þannig:
þegar nóttin fölnar
finn ég niðurstöður rafeindaheilans
í nöktum lófum
Þetta var ort 1964, en fyrstu tölvurnar munu hafa komið til íslands um svip-
að leyti og fyrstu mönnuðu eldflaugunum var skotið út í geiminn.
Ljóðstíll
Ljóðstíll Hannesar Sigfússonar tók athyglisverðum breytingum í gegnum
tíðina og verður sú þróun lítillega áréttuð hér til viðbótar því sem áður er
komið fram.
Alla tíð hafði Hannes yfir að ráða vönduðu og þróttmiklu orðfæri sem
gefur ljóðum hans kröftugan hljóm og svipsterkt yfirbragð. Traust tök hans
á tungumálinu gera honum kleift að skapa ný orð úr kunnuglegum stofn-
um, og einnig verða til óvæntar og stundum tvíræðar merkingar við frum-
legar samsetningar einstakra orða:
Tré fórna ekki greinum að stjörnum. Þau spretta
fingrum að veðurkvörnum og kvartilum
mánans. Ég hef séð sprota þeirra
lægja storminn með óþrotlegum
sveigjanleik þess sem ekki lætur segjast
en hefur fingurnæma leit í afhroðinu
óðar en linnir: Að bláum himinglæfum
Að gráu brotasilfri kulnaðrar birtu . . ,32
í stfl sínum beitir Hannes einnig þeim galdri að leysa úr læðingi endurnýj-
aðan og ferskan sköpunarmátt orða, stundum með því að hrífa orð burt úr
venjubundnu hversdagamáli eða orðtökum og koma því fyrir í nýju,
óvaentu samhengi þar sem það fær ferskan kraft: