Andvari - 01.01.2000, Page 106
104
EYSTEINN ÞORVALDSSON
ANDVARI
rúmlega 300 ljóða frá Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku og Noregi (1939-
1969), ásamt formála þýðandans. Ljóðaþýðingarnar verðskulda sérstaka at-
hugun og umfjöllun en til þess gefst ekki ráðrúm að sinni.
Ljóð Hannesar sjálfs hafa verið þýdd á mörg erlend tungumál, m. a.
ensku, þýsku og rússnesku, auk skandinavísku málanna.
Hannes Sigfússon lést 13. ágúst 1997.
Framhaldslíf förumannsins
Endurminningabækur sínar kennir Hannes Sigfússon við flökkulíf og föru-
mann. Það eru heiðarlegar bækur og fræðandi um ævi hans og ljóðagerð og
um þá mikilvægu og afdrifaríku nýbreytni sem hófst í íslenskri Ijóðagerð
um miðja tuttugustu öld. Hannes var einn þeirra sem brutu þeim nýjungum
braut. Með nýstárlegu myndmáli og kröftugu tungutaki túlkar hann betur
en flestir aðrir eftirstríðsárin svokölluðu, kalda stríðið og óhugnað þess en
jafnframt hina nýju heimsmynd tæknialdar. Ætíð bar hann skoðanir sínar
fram af einurð og alvöru. Hann er í hópi mikilhæfustu og listfengustu
skálda okkar á seinni hluta tuttugustu aldar. í ljóðunum sem hann lét okk-
ur eftir er framhaldslíf förumannsins fólgið.
í hugum íslendinga eru atómskáldin ekki lengur skelfilegir menningar-
brjótar eins og sumum þótti fyrr á árum. Þau hafa með verkum sínum
sannað að endurnýjun í íslenskri ljóðagerð var skáldskapnum örvun og afl-
gjafi til betri verka ekki síður en formbyltingar á dögum Egils Skalla-
grímssonar og Jónasar Hallgrímssonar. Hannes Sigfússon er ekki einungis
einn af brautryðjendum módernisma í íslenskri ljóðagerð, hann er nútíma-
skáld í besta skilningi orðsins. Ljóð hans fjalla um samtíð hans og vanda-
mál hennar. Hann skóp sér nýstárlegan og sérstæðan ljóðstíl í andstöðu við
viðtekna hefð, stíl sem hæfir nútímalegri túlkun á nýrri reynslu í flóknum
veruleika samtímans.
Hannes Sigfússon var eiginlega eitt af útlagaskáldum íslands. í þrjátíu ár
var hann búsettur í öðru landi og það á kannski þátt í því að hann nálgast
yrkisefnin gjarnan á annan hátt en þeir sem heima bjuggu. En ljóð hans
vitna ótvírætt um hversu samgróinn hann var ættjörð sinni. Hann sneri líka
aftur heim og tók að yrkja á ný eftir langa þögn. Síðasti áratugurinn sem
hann lifði var honum frjór og drjúgur til skáldskapar. Hann kvaddi ljóða-
gyðjuna á býsna skorinorðan hátt tveimur árum fyrir dauða sinn með síðasta
ljóðinu í síðustu bók sinni. Það heitir „Hættur“ og hljóðar svo í fullri lengd:
Dyrum lokað:
Hurð fellur að stöfum