Andvari - 01.01.2000, Blaðsíða 109
gunnar karlsson
Kristnitaka íslendinga
og menningaráhrif hennar
Eftir rannsóknir Ólafíu Einarsdóttur á tímatali í íslenskum fornritum munu
fræðimenn nú almennt viðurkenna að það komi að minnsta kosti eins
vel heim við bestu heimildir að tímasetja kristnitöku íslendinga á Alþingi
árið 999 eins og ári síðar. Hins vegar, eins og Hjalti Hugason segir í nýju
yfírlitsriti um kristni á íslandi, „hentar hið táknræna ártal 1000 árum eftir
Krists burð mun betur sem viðmiðun í þessu efni en árið 999.“’ Af þeim
sökum er grein þessi birt árið 2000 í minningu kristnitökunnar á íslandi.
Hún er þó ekki hugsuð sem einber tækifærisgrein, heldur er hér sett fram
ákveðin og vafalaust umdeilanleg túlkun á kristnitökunni, frásögnum af
henni og afleiðingum þess fyrir íslenska menningu hvernig hún fór að lík-
indum fram. í stuttu máli sagt er hér einkum leitast við að rökstyðja tvær
kenningar: 1) Að elsta frásögnin af kristnitökunni og fyrirmynd allra yngri
frásagna, saga Ara fróða í íslendingabók, hljóti að gefa í grundvallar-
ntriðum rétta mynd af því hvernig kristni komst á, hvað sem kann að vera
urn einstök atvik. 2) Að hin sérkennilega aðferð íslendinga við að taka
kristni hafi skapað miðaldamenningu þeirra þá sérstöðu sem löngum hefur
verið helsta stolt og tilveruréttlæting þjóðarinnar. Líklega getur hvorug
þessara kenninga talist alný, að minnsta kosti ekki sú síðarnefnda, því
kjarni hennar birtist í grein eftir Stefán Aðalsteinsson í Lesbók Morgun-
hlaðsins í fyrra.2 En hér verða þessar kenningar tengdar í nýja heild og
fffirð að þeim ný rök. Hér er ekkert rætt um hugsanlega kristni eða kristin
trúaráhrif meðal þjóðarinnar á tíundu öld. Það merkir ekki að ég neiti að
þessi kristni hafi verið til eða að hún hafi skipt máli við kristnitöku. En um
þetta efni hefur iðulega verið fjallað, síðast rækilega af Jenny Jochens í
Omaritsgrein í fyrra,3 og hef ég litlu við það að bæta. Því ræði ég eingöngu
um kristnitökuna sem trúarskipti hins heiðna hluta, væntanlega meirihluta,
Þjóðarinnar.
Yfirlitsritið Kristni á íslandi, sem kom út í ár, gefur enn frekara tilefni til
að skrifa greinina, því þar er ýmsu hreyft um kristnitöku og kristnun ís-
endinga sem skemmtilegt er að bregðast við. Að hætti fræðimanna nefni