Andvari - 01.01.2000, Qupperneq 118
116
GUNNAR KARI.SSON
ANDVARI
Jón Ögmundarson á Hólum, „hafi komist til embættis fyrir fulltingi Hauk-
dæla.“46 Auðvitað voru biskuparnir kunnugir Haukdælum, Jón Ögmundar-
son var lærður hjá ísleifi biskupi og Þorlákur Runólfsson í Haukadal.47 Þor-
lákur var líka bróðursonarsonur Halls Þórarinssonar í Haukadal,48 en ekk-
ert liggur fyrir um tengsl þeirra frænda við Haukdæli eftir að Hallur lét
Teiti Haukadal eftir. Engan veginn verður því ályktað af heimildum að
þessir menn hafi verið neinir sérstakir skjólstæðingar Haukdæla eða þurft á
því að halda. Ekkert sé ég sem réttlætir að kalla Magnús Einarsson skjól-
stæðing Haukdæla.
Eg held að menn séu hér hættulega nærri hringsönnun, að gefa sér fyrst
að Haukdælir hljóti að hafa ráðið Skálholtsstól vegna nálægðar við Skál-
holt og uppruna staðarins, álykta af því að Haukdælir hafi ráðið vali bisk-
upa og nota það val þeirra síðan sem rök fyrir því að þeir hafi ráðið stóln-
um. Enginn Haukdæll eða maður nátengdur Haukdælum sat á biskupsstóli
á þjóðveldisöld, eftir Gissur ísleifsson, nema Ketill Þorsteinsson Hólabisk-
up (1122-45), tengdasonur Gissurar biskups, og Magnús Gissurarson Skál-
holtsbiskup (1216-37), sonur Gissurar, sonar Halls, sonar Teits ísleifssonar
í Haukadal. Að vísu misstu Haukdælir tvö biskupsefni í vígsluferðum sín-
um, Hall Teitsson árið 1150 og Teit Bersason, Haukdæl í móðurætt, 1214.49
En ætt sem þolir ekki slík smááföll hefur auðvitað engin tök á þeirri stofn-
un sem um er að ræða. Engan veginn er hægt að segja að Haukdælaætt hafi
ríkt yfir landinu til lengdar í krafti biskupsstólanna, eftir að þeir urðu til
sem opinberar stofnanir.
Ekki þarf að leita að öðrum aðilum sem hafi getað leikið konungs-
hlutverk við kristnun íslendinga. Pólitísk niðurstaða kristnitökunnar bendir
því eindregið til þess að saga Ara sé að því leyti sönn að íslenski fyrir-
mannahópurinn hafi kristnað sig sjálfur með samkomulagi. Við hljótum að
vera í miklum vafa um einstaka atburði í kristnitökusögu Ara, en þetta
meginatriði hlýtur staðfestingu af þeirri valddreifingu sem við finnum í
kristnu goðaveldi 12. og 13. aldar.
Líklega er það algengt fyrirbæri í veraldarsögunni að konungsvald og al-
þjóðleg trúarbrögð vinni saman. Að minnsta kosti hefur verið sagt að
konungar í svo fjarlægum heimshluta sem Vestur-Afríku hafi rutt Islam
og kristni braut í löndum sínum til þess að skáka prest-höfðingjum úr
valdastöðum.50 Nú vill svo skemmtilega til að pólitískir fyrirliðar íslendinga
á þjóðveldisöld báru titla prest-höfðingja. Nafnið goði sýnir að þeir hafa
staðið í einhverjum sérstökum tengslum við goð; í sögum er því lýst þannig
að þeir hafi farið með nokkurs konar prestshlutverk í heiðni, og var það
ekki dregið í efa af frumkvöðlum rannsókna á forna íslenska stjórnkerfinu
á 19. öld.51 Á 20. öld hafa margir fræðimenn vefengt að íslensku goðarnir
hafi haft nokkurt sérstakt hlutverk við heiðnar helgiathafnir, og bera menn