Andvari - 01.01.2000, Síða 126
124
GUNNAR KARLSSON
ANDVARI
Miðaldamenning íslendinga á því á tvennan hátt rætur að rekja til þeirr-
ar ákvörðunar sem Ari eignar Þorgeiri Ljósvetningagoða, að taka við
kristni með samkomulagi. Annars vegar leiddi það til þess að íslendingar
tileinkuðu sér ritmenningu á þjóðtungu sinni, sem þeir notuðu síðar til þess
að skrifa sígild bókmenntaverk. Hins vegar sameina íslendingar, nánast
einir þjóða, veikt og valddreift stjórnkerfi, sem kann vel að hafa verið al-
gengt í Evrópu í heiðni, og kristna ritmenningu. íslendingar verða sér-
kennilega uppteknir af sögum um viðleitni manna til að halda sæmilegum
friði innan samfélagsins, um leið og einstaklingar þess leitast við að skerða
sæmd sína sem minnst. Slík viðfangsefni höfða eðlilega mjög til fólks á tím-
um einstaklingsfrelsis, eins og Evrópumenningin lifir nú síðan á 18. öld, og
þess vegna köllum við fornsögur íslendinga sígildar. Jafnframt sýna sögurn-
ar okkur inn í heim sem annars hefur gleymst nánast alls staðar, nema helst
þar sem heiðnar þjóðir tileinkuðu sér ritmál í verulegum mæli, eins og
Grikkir og Rómverjar í fornöld. Þessi varð afleiðing þess að hleypa Kristi
inn, með ritmálið í farteski sínu, en halda konungi fyrir utan með her sinn
og löggæslulið.
TILVI'SANIR
1 Kristni á íslandi I. Ritstjóri: Hjalti Hugason (Reykjavík, Alþingi, 2000), 104.
2 Stefán Aðalsteinsson: „Réð kristnitakan úrslitum um sagnaritun íslendinga? Lesbók
Morgunblaðsins LXXIV:31 (14. ágúst 1999), 4-5.
3 Jochens, Jenny: „Late and Peaceful: Iceland’s Conversion through Arbitration in 1000."
Speculum LXXIV (1999), 633-43.
4 Stancliffe, Clare E.: „Kings and Conversion: some comparisons between the Roman mis-
sion to England and Patrick’s to Ireland." Frilhmittelalterliche Studien XIV (1980), 59-63,
70-74.
5 Norborg, Lars-Arne och Lennart Sjöstedt: Grannlandernas historia. Femte upplagan
(Stockholm, Almqvist & Wiksell, 1996), 17-25.
6 Saga Óláfs Tryggvasonar af Oddr Snorrason munk. Udgivet af Finnur Jónsson (Kpben-
havn, G.E.C. Gad, 1932), 93,105-06,114,118-19,135-36 (A-texti, 26., 36., 37., 44. kap.; S-
texti, 17., 24., 28., 29., 33. kap.).
7 Saga Óláfs Tryggvasonar (1932), 127 (A-texti, 41. kap.); sbr. 126 (S-texti, 31. kap.). Staf-
setning samræmd hér.
8 íslenzk fornrit I. íslendingabók. Landnámabók. Jakob Benediktsson gaf út (Reykjavík,
Fornritafélag, 1968), 15 (7. kap.).
7 Kristnisaga. Þáttr Þorvalds ens víðfQrla. Þáttr Isleifs biskups Gizurarsonar. Hungrvaka.
Herausgegeben von B. Kahle (Altnordische Saga-Bibliothek XI. Halle, Max Niemeyer,
1905), 34 (11. kap.).
111 Saga Óláfs Tryggvasonar (1932), 139-40 (A-texti, 45. kap., S-texti, 34. kap.), 166-67 (A-
texti, 56. kap., S-texti, 44. kap.). - íslenzk fornrit XXVI. Heimskringla I. Bjarni Aðal-
bjarnarson gaf út (Reykjavík, Fornritafélag, 1941), 323, 326-27 (Óláfs saga Tryggvasonar,
76. og 80. kap.).